Miðvikudagur 20.nóvember 2019
Fókus

Fyrsta skipti sem Glowie kom fram var fyrir krakkana sem lögðu hana í einelti

Fókus
Föstudaginn 8. nóvember 2019 19:30

Mynd: YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Sara Pétursdóttir, betur þekkt sem Glowie, var í viðtali við Stylist sem birtist á vef þeirra fyrr í dag.

Glowie er 22 ára og hefur slegið í gegn undanfarin ár, bæði hér á landi og utan landsteina.

Hún hefur opnað sig um einelti og kynferðisofbeldi sem hún hefur orðið fyrir. Hún samdi lögin Body og Cruel til að hjálpa fólki að ganga í gegnum svipaða hluti.

Glowie segir að fyrsta skipti sem hún kom fram á sviði hafi verið á skólaviðburði. „Ég var 10 eða 11 ára. Ég söng íslenskt lag sem var um að vera öðruvísi, en þannig leið mér í skólanum. Þetta var stórt skref fyrir mig að standa á þessu sviði, fyrir framan alla bekkjarfélaga mína sem lögðu mig í einelti á hverjum degi, og syngja af lífskröftum. Ég var rosalega stressuð en meira að segja þá vissi ég að söngur væri mín fyrsta ást, og það sem ég hef mesta ástríðu fyrir. Þetta var risastórt augnablik fyrir mig,“ segir hún við Stylist.

Glowie var að gefa út tónlistarmyndband við lagið Unlovable. Horfðu á það hér að neðan.

Þú getur lesið viðtalið við Glowie í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslenska Carrie Bradshaw léttari

Íslenska Carrie Bradshaw léttari
Fókus
Fyrir 2 dögum

Friðrik Ómar skildi eftir ellefu ára samband: Einmanaleikinn er erfiðastur – „Er þetta að gerast í alvöru?“

Friðrik Ómar skildi eftir ellefu ára samband: Einmanaleikinn er erfiðastur – „Er þetta að gerast í alvöru?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Miðill í sauðargæru

Miðill í sauðargæru
Fókus
Fyrir 3 dögum

Orðapróf Dags íslenskrar tungu – Þekkir þú þessi orð?

Orðapróf Dags íslenskrar tungu – Þekkir þú þessi orð?