Sunnudagur 23.febrúar 2020
Fókus

Eitt af fyrstu orðum Óla var „kvöldvakt“ – Auður: „Alltaf undir gígantísku álagi“

Fókus
Föstudaginn 8. nóvember 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auður Albertsdóttir var blaðamaður hjá Mbl.is og situr í stjórn Ungra athafnakvenna. Hún opnar sig um blaðamennskuna í ljósi verkfalls blaðamanna á Twitter í dag.

„Blaðamennska er það besta sem hefur komið fyrir minn feril. Háskólagráðurnar mínar tvær eru bara eitthvað djók miðað við reynsluna og þekkinguna sem ég fékk á þeim tíma sem ég starfaði á mbl,“ segir Auður.

Hún segir blaðamennsku fegra allar ferilskrár og mælir með þessu starfi fyrir alla.

„Samt hætti ég, af hverju? Óli var 9 mánaða þegar ég byrjaði sem blaðamaður og rúmi ári [seinna] byrjaði pabbi hans líka í sama geira. Eitt af fyrstu orðunum sem hann lærði var „kvöldvakt“ – því foreldrar hans voru alltaf á einhverjum kvöldvöktum. Þau unnu líka yfirvinnu á stórum fréttadögum, oftast launalaust,“ segir Auður.

„Unnu á næturnar þegar að stórfréttir erlendis kröfðust þess. Unnu á aðfangadag, jóladag, páskunum, afmælisdögunum, þegar það var BONGÓ, þegar það var snjóstormur og ekki mælt með að keyra göturnar. Alltaf á lúsarlaunum. Alltaf undir gígantísku álagi. Sveigjanlegur vinnutími? Ekki séns. Ég gæti skrifað í allan dag um stöðu blaðamanna en bara plís, lærum að meta blaðamenn og styðjum þeirra kjarabaráttu. Annars verður enginn eftir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Örmagna í verkfalli
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona lítur hús bæjarstjórans fyrrverandi út – Guðmundur selur húsið því hann telur sér ekki vært lengur á Ísafirði

Svona lítur hús bæjarstjórans fyrrverandi út – Guðmundur selur húsið því hann telur sér ekki vært lengur á Ísafirði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Veðbankar spá Íslandi tólfta sæti í Eurovision

Veðbankar spá Íslandi tólfta sæti í Eurovision
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daði fær stuðning úr óvæntri átt – Sjáðu hvað Russell Crowe sagði um lagið

Daði fær stuðning úr óvæntri átt – Sjáðu hvað Russell Crowe sagði um lagið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gunnar Júlíusson er listamaður mánaðarins í Bókasafni Garðabæjar – „Ég hef gaman af ýktri tjáningu“

Gunnar Júlíusson er listamaður mánaðarins í Bókasafni Garðabæjar – „Ég hef gaman af ýktri tjáningu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vikan á Instagram: „Ég baða mig í tárum óvina minna“

Vikan á Instagram: „Ég baða mig í tárum óvina minna“
Fókus
Fyrir 6 dögum

10 stjörnubörn í sviðsljósinu

10 stjörnubörn í sviðsljósinu
Fókus
Fyrir 6 dögum

5 Íslendingar sem voru sakaðir um lagastuld

5 Íslendingar sem voru sakaðir um lagastuld
Fókus
Fyrir 1 viku

Úttekt – Vinsælustu kynlífstækin á Íslandi – Sogtæki, titringur og rassaleikir

Úttekt – Vinsælustu kynlífstækin á Íslandi – Sogtæki, titringur og rassaleikir