Auður Albertsdóttir var blaðamaður hjá Mbl.is og situr í stjórn Ungra athafnakvenna. Hún opnar sig um blaðamennskuna í ljósi verkfalls blaðamanna á Twitter í dag.
„Blaðamennska er það besta sem hefur komið fyrir minn feril. Háskólagráðurnar mínar tvær eru bara eitthvað djók miðað við reynsluna og þekkinguna sem ég fékk á þeim tíma sem ég starfaði á mbl,“ segir Auður.
Hún segir blaðamennsku fegra allar ferilskrár og mælir með þessu starfi fyrir alla.
„Samt hætti ég, af hverju? Óli var 9 mánaða þegar ég byrjaði sem blaðamaður og rúmi ári [seinna] byrjaði pabbi hans líka í sama geira. Eitt af fyrstu orðunum sem hann lærði var „kvöldvakt“ – því foreldrar hans voru alltaf á einhverjum kvöldvöktum. Þau unnu líka yfirvinnu á stórum fréttadögum, oftast launalaust,“ segir Auður.
„Unnu á næturnar þegar að stórfréttir erlendis kröfðust þess. Unnu á aðfangadag, jóladag, páskunum, afmælisdögunum, þegar það var BONGÓ, þegar það var snjóstormur og ekki mælt með að keyra göturnar. Alltaf á lúsarlaunum. Alltaf undir gígantísku álagi. Sveigjanlegur vinnutími? Ekki séns. Ég gæti skrifað í allan dag um stöðu blaðamanna en bara plís, lærum að meta blaðamenn og styðjum þeirra kjarabaráttu. Annars verður enginn eftir.“
ATH pic.twitter.com/OMyDkIsS8R
— Auður Albertsdóttir (@ausausa) November 8, 2019