fbpx
Laugardagur 06.júní 2020
Fókus

Friðrik verður fyrir fordómum: „Á hverjum degi er ég öðruvísi Íslendingur“

Fókus
Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 10:59

Friðrik Agni. Skjáskot af Youtube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðrik Agni Árnason, dansari, lífsstílsþjálfari og skemmtikraftur, opnar sig um fordómana sem hann finnur fyrir á hverjum degi á Íslandi í pistli á Vísi.

Friðrik Agni er íslenskur og fæddist á Íslandi. Móðir hans fæddist á Indlandi en kom til landsins í kringum þriggja ára aldurinn. „Hún var götubarn og kom til Íslands 1969 og var þá fyrsta ættleidda barnið sem kom til Íslands frá þessum slóðum heimsins opinberlega, með undirrituðu leyfisbréfi frá þáverandi forseta, Kristjáni Eldjárn,“ segir Friðrik.

„Ég er samt Íslendingur. Og mamma líka. Minn raunveruleiki sem Íslendingur er samt bara öðruvísi en raunveruleiki flestra Íslendinga. Ég þarf að líða það að eiga samtal við íslenskt fólk sem talar ensku við mig og ég svara á íslensku. Ég þarf að líða það að sanna það að ég tala góða íslensku. Ég þarf að líða það að stöku sinnum sé átt við mig sem „þetta fólk” bæði sem útlending og sem samkynhneigðan einstakling. Á hverjum degi er ég öðruvísi Íslendingur því ég er nú einu sinni dökkur á hörund og Íslendingar eru ekki þannig! Eða hvað?“

Algengt samtal

Í upphafi pistilsins lýsir Friðrik algengu samtali sem hann á við ókunnugt fólk.

 „„Vá hvað þú talar góða íslensku! Hvaðan ertu?”

„Íslandi.”

„Nei ég meina hvaðan ertu upprunalega?”

„Íslandi.”

„Og talar alveg íslensku?”“

Friðrik segist muna eiga svona samtöl áfram og hann sé hættur að furða sig á að fólk spyrjist fyrir um uppruna sinn.

„Þetta er svo algengt að ég get ekki látið það fara í taugarnar á mér lengur,“ segir hann.

Biðlar til Íslendinga

Friðrik biðlar til samlanda sinna að kasta því til hliðar hvernig fólk lítur út og gera fyrst og fremst ráð fyrir því að fólk tali íslensku þar til annað kemur í ljós.

„Manneskja tekur oftast fram ef hún talar ekki íslensku mjög snemma í samtali ef svo ber undir. Það kemur tími þar sem maður nennir ekki að standa í að segja ókunnugum frá allri fjölskyldusögunni sinni til að þóknast einhverjum kössum í huganum á viðkomandi […] Þegar fólk svarar á fullkominni íslensku þá myndi maður ætla að viðmælandinn átti sig á að þarna sé einfaldlega Íslendingur á ferð. Það gerist örsjaldan í mínu tilfelli. Annaðhvort er haldið áfram að ávarpa mig á ensku eða spurningaflóðið er sett af stað. Það er nógu erfitt að eiga við einstök augnaráð, vanvirðingu og fordóma sem ríkja nú þegar í þögninni og undir yfirborðinu. (Já, við lifum ekki í fordómalausu samfélagi.) Ef fólk segist vera frá Íslandi leyfum því bara að vera frá Íslandi í smá stund allavega án þess að það þurfi að útskýra hvernig það sé íslenskt og af hverju það hafi þennan húðlit,“ segir Friðrik.

Þú getur lesið pistillinn í heild sinni á Vísi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ólafur Hand sýknaður

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er afstaða Guðmundar í stóra ananas-málinu

Þetta er afstaða Guðmundar í stóra ananas-málinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnhildur lenti í klóm hakkara – Svona tryggir þú öryggi þitt á Instagram

Gunnhildur lenti í klóm hakkara – Svona tryggir þú öryggi þitt á Instagram
Fókus
Fyrir 4 dögum

5 veitingastaðir sem Svala mælir með

5 veitingastaðir sem Svala mælir með
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hannaði eitt flottasta hostel landsins og gefur góð ráð við sumarhúshönnun

Hannaði eitt flottasta hostel landsins og gefur góð ráð við sumarhúshönnun
Fókus
Fyrir 6 dögum

Myndband vikunnar – Stórstjarna breytti sér í Spider Man en allir horfðu á kynfærin

Myndband vikunnar – Stórstjarna breytti sér í Spider Man en allir horfðu á kynfærin
Fókus
Fyrir 6 dögum

Eva byggði útieldhús fyrir sumarbústaðinn

Eva byggði útieldhús fyrir sumarbústaðinn
Fókus
Fyrir 1 viku

Tímavélin: Íslenskar útihátíðir sem heyra sögunni til

Tímavélin: Íslenskar útihátíðir sem heyra sögunni til
Fókus
Fyrir 1 viku

Auður sakaður um stuld á Twitter

Auður sakaður um stuld á Twitter