Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, er þekktur fyrir að boða kapítalisma, oft við litlar undirtektir, á Twitter.
Í dag deilir hann nokkuð kaldhæðnislegum mistökum sem áttu sér stað þegar einhver í fjölskyldu hans auglýsti son hans til sölu á Facebook.
„Ég viðurkenni að tala stundum fyrir markaðslausnum við fjölskylduna en ég bjóst ekki við að það kæmist svo vel til skila að sonur minn yrði auglýstur til sölu,“ skrifar Konráð og deilir myndinni sem sjá má hér fyrir neðan.
Ég viðurkenni að tala stundum fyrir markaðslausnum við fjölskylduna en ég bjóst ekki við að það kæmist svo vel til skila að sonur minn yrði auglýstur til sölu. pic.twitter.com/4rHqZyBcv9
— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) November 5, 2019