fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

Páll Winkel fær reglulega hótanir: „Það er til vont fólk“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 30. nóvember 2019 09:43

Páll og Marta

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, skýrir frá því viðtali við Morgunblaðið í dag að hann fái reglulega hótanir frá mönnum úti í bæ:

„Ég fer mjög varlega og fjölskylda mín einnig. Ég og aðrir starfsmenn hér verðum reglulega fyrir hótunum og áreitni úti í bæ en maður lagar sig að því og ég tek það ekki inn á mig. Það er kannski skondið þegar maður er farinn að flokka hótanirnar í frumlegar og ófrumlegar.“

Páll segir síðan að frumlegur maður hafi hringt í hann um daginn og flutt honum eftirfarandi skilaboð:

„Ef það er eitthvert réttlæti í heiminum færð þú krabbamein og deyrð.“

Páll skýrir jafnframt frá því að einu sinni hafi maður komist heim til hans. Hins vegar treystir hann lögreglunni til að vernda sig en segir að hann og fjölskylda sín fari varlega. Páll er í sambúð með hinni þekktu blaðakonu Mörtu Maríu Jónasdóttur.

Páll vill fjölga mjög rýmum í opnu fangelsi á Íslandi og segir að enginn betrist af því einu að vera lokaður inni. Hann trúir á það góða í manninum:

„Já. Það er til vont fólk. Það hefur fólk farið hér í gegnum kerfið sem ég hef trú á að verði brotamenn alla tíð. En það eru algjörar undantekningar. Ég hef trú á að flestir geti betrast, og fái þeir hlýju og væntumþykju og finni að öllum sé ekki sama um þá, þá geti þeir komist á fætur. Það er virkilega skemmtilegt að rekast á einstaklinga sem voru lengi inni í fangelsi og ítrekað, sem eru svo allt í einu bara í röðinni með þér á Serrano; eru að koma úr vinnunni og í fínum gír.“

Páll segir að slíkir einstaklingar heilsi sér og hann fái líka annað slagið bréf frá fyrrverandi föngum sem segi að allt gangi vel frá sér.

Páll segir að eitt það erfiðasta við starf fangelsismálastjóra sé að taka starfið ekki heim með sér. Þetta sé myrkur heimur og oft fjallað um ljót mál. Erfitt sé að kúpla sig út úr vinnunni en æskilegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Í gær

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul
Fókus
Fyrir 2 dögum

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu