fbpx
Miðvikudagur 15.júlí 2020
Fókus

Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Katrínu Jakobs

Fókus
Sunnudaginn 24. nóvember 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsætisráðherra vor er í ólgusjó Samherjamálsins, en hér eru fimm skemmtilegar staðreyndir sem þið vissuð kannski um Katrínu Jakobsdóttur.

1. Æskuástin

Katrín elskaði leikarann Kevin Bacon í uppvextinum en bar nafn hans ávallt fram Kevin Ba-coon. Hún var líka ofsalega hrifin af Andrési önd. Síðar tók leikarinn Keanu Reeves við sem átrúnaðargoð forsætisráðherra.

„Hann er líka fallegasti maður í heimi og er góður bardagamaður og stórleikari. Svo er hann líka alltaf svo flott klæddur og ég hef tekið hann mér til fyrirmyndar í fatavali,“ sagði Katrín í viðtali við Fréttablaðið.

2. Dúxaði ekki í leikfimi

Katrín útskrifaðist úr Menntaskólanum við Sund, MS, árið 1996 með 9,7 í aðaleinkunn og dúxaði það árið.

„Ég hef svo sem enga töfraformúlu fyrir dúxa, en ég lærði vel fyrir prófin,“ sagði Katrín í viðtali við Morgunblaðið eftir útskriftina, en í viðtalinu kom fram að lægsta einkunn hennar hefði verið í leikfimi, 8.

„Ég skil nú bara ekkert í þessu, því mér fannst mjög gaman í leikfiminni, mætti alltaf, kennarinn var frábær og ég fékk 9 í kennaraeinkunn.“

3. Umdeild ráðning

Katrín var ráðin ritstjóri Stúdentablaðsins árið 2000 og þótti ráðningin umdeild vegna pólitískrar tengingar hennar við Röskvu. Meðal undirmanna hennar á Stúdentablaðinu voru sjónvarpsstjarnan og framleiðandinn Inga Lind Karlsdóttir og Þorbjörg Gunnlaugsdóttir, lögfræðingur og flokkskona Viðreisnar.

Davíð Þór Jónsson.

4. Gafst upp á Davíð

Katrín og Davíð voru sambandi í um sjö ár ár og bjuggu saman um tíma. Ástin kviknaði í sjónvarpsþættinum Gettu betur en þar var Davíð Þór spyrill en Katrín stigavörður. Davíð Þór hefur sjálfur látið hafa eftir sér að Katrín hafi gefist upp á honum vegna þeirrar staðreyndar að hann var fársjúkur alkóhólisti á þessum árum. Síðan þá hafa bæði tvö blómstrað á nýjum vettvangi. Katrín sem forsætisráðherra þjóðarinnar en Davíð Þór sem vinsæll prestur í Vesturbænum.

Katrín Jakobsdóttir Mynd: DV/Hanna

5. Fjölbreytt framtíðarplön

Katrín var kosin varaformaður Vinstri grænna árið 2003 og var í kjölfarið tekin í viðtal í Morgunblaðinu. Í viðtalinu kom í ljós að hún ætlaði alls ekkert að verða stjórnmálamaður þegar hún var yngri.

„Ég ætlaði að verða poppstjarna eða skurðlæknir. En svo langaði mig líka dálítið að verða geimfari.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 4 dögum

Stjörnuspá vikunnar – Vó, nú er góður tími til að hringja í Tvíbura

Stjörnuspá vikunnar – Vó, nú er góður tími til að hringja í Tvíbura
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sif Sigmars eignast þriðja barnið: „Drengurinn hefur hlotið nafnið Útgjaldaliður nr. 3“

Sif Sigmars eignast þriðja barnið: „Drengurinn hefur hlotið nafnið Útgjaldaliður nr. 3“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vonarstjörnur Íslands í kvikmyndum og sjónvarpi

Vonarstjörnur Íslands í kvikmyndum og sjónvarpi
Fókus
Fyrir 6 dögum

Svona færðu mest fyrir peninginn á pöbbaröltinu í borginni – Bjór á 600 krónur

Svona færðu mest fyrir peninginn á pöbbaröltinu í borginni – Bjór á 600 krónur