Laugardagur 14.desember 2019
Fókus

Steindi Jr. tilkynnir gleðitíðindi: „Lítill drullusokkur á leiðinni”

Fókus
Föstudaginn 22. nóvember 2019 11:56

Steindi Jr. er einn vinsælasti grínisti landsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinþór Hróar Steinþórsson leikari- og fjölmiðlamaður tilkynnti nú fyrir skömmu að von væri á erfingja en kærasta hans, Sigrún Sigurðardóttir, snyrti- og förðunarfræðingur ber barn undir belti. Fyrir á parið dótturina Ronju Nótt fimm ára en við fæðingu hennar sagðist Steindi vera á barmi taugaáfalls.

Eitthvað hefur föðurhlutverkið þó vanist vel því Ronja verður senn stóra systir. Þau Steindi og Sigrún hafa verið saman í rúm ellefu ár en á tíu ára sambandsafmæli þeirra í fyrra skrifaði Steindi þessa færslu á Instagram-reikning sinn.

„Á 10 àra sambandsafmæli með þessum töffara í dag. Við kynntumst þegar við vorum að vinna saman í Lágafellslaug í Mosfellsbæ, ég man að allt í einu varð gaman að vakna kl 06 á morgnanna og mæta í vinnuna. Það er ekki létt að þrauka með manni með 300 kvilla, ADHD á háu stigi og alltaf á yfirsnúning. Hún er kletturinn minn i einu og öllu. It’s been one hell of a ride, hlakka til að sjá hvað við bröllum saman næstu 10 ár.”

Fókus óskar fjölskyldunni að sjálfsögðu til hamingju með fjölgunina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ungur íslenskur drengur er leiður – „Solla í hinum bekknum fékk iPhone í skóinn í gær“

Ungur íslenskur drengur er leiður – „Solla í hinum bekknum fékk iPhone í skóinn í gær“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Friðrik Ómar afhjúpar erfiðasta samstarfsmanninn: „Ég er alltaf að hugsa að hætta að vinna með honum“

Friðrik Ómar afhjúpar erfiðasta samstarfsmanninn: „Ég er alltaf að hugsa að hætta að vinna með honum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hvern andskotans djöfulinn eruð þið að þvælast…“ Af Gústa guðsmanni

„Hvern andskotans djöfulinn eruð þið að þvælast…“ Af Gústa guðsmanni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hlustaðu á vinsæl íslensk jólalög komin saman í einni syrpu

Hlustaðu á vinsæl íslensk jólalög komin saman í einni syrpu