Fimmtudagur 14.nóvember 2019
Fókus

Auður lítur til baka: „Stoltur, meyr, spenntur, hræddur, þakklátur“

Fókus
Laugardaginn 2. nóvember 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Auður hefur vakið mikla athygli síðastliðið ár eftir að hann gaf út plötuna Afsakanir. Platan hlaut mikið lof gagnrýnenda en auk þess hefur hún halað inn fjöldanum öllum af hlustunum á þessu ári síðan hún kom út.

Auður leit til baka í dag á samfélagsmiðlinum Instagram en þar deildi hann mynd sem er tekin á sama stað og umslagið af plötunni, í Sundhöllinni í Reykjavík. Hann segist finna fyrir blendnum tilfinningum þegar hann lítur til baka á þetta ár enda hefur hann orðið að einni skærustu stjörnu í íslenskri tónlist á þessu ári.

„Í dag er eitt ár síðan platan mín Afsakanir kom út. Finnst bæði eins og allt og ekkert hafi breyst – næ ekki að orða þetta betur en svo. Finn fyrir skrítinni blöndu tilfinninga þegar ég lít til baka. Stoltur, meyr, spenntur, hræddur, þakklátur. Barónsstígur tengir saman fjórar ólíkar byggingar. Nýja heimilið mitt á Leifsgötu, Sundhöllina, hljóðverið mitt á Hverfisgötu og Geðdeild Landspítalans. Þessi rými hafa reynst mér mikilvæg skjól og griðarstaðir hvert á sinn hátt. Tók þessa mynd í dag sem lítinn ritúal. Þakklátur öllum þeim sem hafa stutt við bakið á mér. Takk fyrir stuðninginn.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Barnið kom í draumi

Barnið kom í draumi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kona sem hirðir ekki um sig er sek gagnvart þjóðfélaginu: „Hún er því jafn hættuleg og skemmdarvargur”

Kona sem hirðir ekki um sig er sek gagnvart þjóðfélaginu: „Hún er því jafn hættuleg og skemmdarvargur”
Fókus
Fyrir 6 dögum

Birgittu Haukdal var bannað að spila Fingur í einum grunnskóla: „Þau vildu ekki svona klámvísu“

Birgittu Haukdal var bannað að spila Fingur í einum grunnskóla: „Þau vildu ekki svona klámvísu“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ritdómur um Vetrargulrætur: Hjörtum svipar saman

Ritdómur um Vetrargulrætur: Hjörtum svipar saman