Íslenska hljómsveitin Reykjavíkurdætur hafa ákveðið að skipta um nafn. Þær heita nú Daughters of Reykjavík. Samkvæmt Fréttablaðinu var nafnabreytingin gerð fyrir erlendan markað, en hljómsveitin hefur notið mikilla vinsælda utan landsteina undanfarin ár.
Daughters of Reykjavík gaf út sitt fyrsta lag á ensku, „Sweets“, sem er af væntanlegri plötu þeirra, „Soft Spot“. Platan kemur út á næsta ári.