fbpx
Þriðjudagur 14.júlí 2020
Fókus

Konurnar í lífi Keanus – Áfallið markaði djúp spor í ástalífinu

Fókus
Laugardaginn 16. nóvember 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru fáir leikarar í Hollywood jafn dulir og vinsælir og Keanu Reeves. Hann hefur oft verið kallaður „kærasti internetsins“ einfaldlega út af því hve mögnuð mannvera hann er. Hann er maður fólksins og kærir sig ekki um glans og glamúr stjörnuheima. Ástalíf leikarans hefur verið líkt og lokuð bók og því supu sumir hveljur þegar hann frumsýndi kærustu sína fyrir stuttu, listakonuna Amöndu Grant. DV fannst því tilvalið að fara yfir ástalíf leikarans, sem er allt í bland, sorglegt og lítilfjörugt.

Keanu ásamt Jill Schoelen.

Jólaandinn færði þau saman

Keanu var meðal leikara í jólamyndinni Babes of Toyland sem kom út árið 1986. Á tökustað kynntist hann leikkonunni Jill Schoelen og sagan segir að þau hafi fellt hugi saman. Heimildir slúðurrita vestanhafs herma að þau Keanu og Jill hafi verið saman í þrjú ár, allt til ársins 1989. Eftir að þau hættu saman byrjaði Jill með leikaranum Brad Pitt og voru þau trúlofuð í þrjá mánuði áður en neistinn slokknaði.

Sofia og Keanu.

Pabbinn í hlutverk Amors

Leikstjórinn Francis Ford Coppola leikstýrði Keanu í Bram Stoker‘s Dracula sem frumsýnd var árið 1992. Þá kynntist Keanu dóttur leikstjórans, Sofiu Coppola, og þau deituðu um stutta hríð. Strax í kjölfar sambandsslitanna kynntist Sofia leikstjóranum Spike Jonze, en þau voru gift frá 1999 til ársins 2003.

Jennifer Syme.

Missti kærustu og dóttur

Þá víkur sögunni að átakanlegu ástarsambandi Keanus við Jennifer Syme. Þau urðu ástfangin samstundis árið 1998 og ári síðar var von á barni hjá fjölskyldunni. Dóttir þeirra, Ava Archer Symes-Reeves, var hins vegar andvana fædd í desember árið 1999. Áfallið stíaði þeim Keanu og Jennifer í sundur og árið 2000 hættu þau saman. Einu og hálfu ári síðar lést Jennifer í bílslysi, aðeins 28 ára gömul, en á þeim tíma var hún í sálfræðimeðferð við þunglyndi. Keanu tjáði sig um þennan hræðilega tíma í viðtali við Parade árið 2006.

„Sorgin breytir okkur öllum en hverfur aldrei. Fólk hefur þær ranghugmyndir að þú getir greitt úr sorgum þínum og sagt svo skilið við þær. Það er rangt. Þegar fólk sem þú elskar er horfið, þá ertu einn.“

Claire og Keanu.

„Við erum góðir vinir“

Háværar sögusagnir voru uppi þess efnis árið 2004 að Keanu væri byrjaður með leikkonunni Claire Forlani, sem er hvað þekktust fyrir leik í Meet Joe Black. Á samband þeirra að hafa varað til ársins 2006. Þau hafa hins vegar aldrei gengist við sambandinu og þegar Claire var spurð út í það árið 2006 í viðtali við New York Daily News sagði hún einfaldlega: „Við erum góðir vinir“ og hló.

China Chow.

Fríið örlagaríka

Margt benti til þess að Keanu væri byrjaður með Chinu Chow, dóttur matarmógúlsins Michaels Chow, sumarið 2008 þegar þau sáust í fríi við Miðjarðarhafið saman. Leikarinn staðfesti aldrei þann orðróm en þau virtust fara hvort í sína áttina eftir fríið. China og Keanu sáust aftur saman í maí á þessu ári og þá var haft eftir heimildarmanni US Weekly að China hefði reynt stíft við leikarann.

Keanu og Sandra.

Skot í myrkri

Auðvitað var Keanu orðaður á rómantískan hátt við leikkonuna Söndru Bullock enda áttu þau tvö senuna á tíunda áratug síðustu aldar í kjölfar vinsælda kvikmyndarinnar Speed. Þau staðfastlega neita því hins vegar að hafa verið par en hafa bæði játað að hafa verið skotin í hvort öðru. Þegar Keanu mætti í þátt Ellen DeGeneres um árið sýndi Ellen honum gamalt myndbrot þar sem Sandra segist hafa verið skotin í honum. Þá sagði Keanu að þær tilfinningar hefðu verið gagnkvæmar. „Hún vissi greinilega ekki að ég var skotinn í henni.“

Alexandra og Keanu.

Ástfangin í laumi

Svo er það hún Alexandra Grant en þau Keanu brutu næstum því internetið þegar þau mættu saman í galaveisluna LACMA Art + Film Gala fyrr í mánuðinum. Þau kynntust í matarboði árið 2009, urðu góðir vinir og unnu að bók saman. Langt er síðan Keanu hefur mætt með kærustu upp á arminn á rauða dregilinn en kunnugir segja að Alexandra og Keanu hafi verið par svo árum skipti. Til að sýna lesendum nákvæmlega hve elskaður Keanu er þá endum við greinina á fallegri athugasemd við frétt á DV um opinberun á ástarsambandi Alexöndru og Keanus:

„Hann á svo sannarlega skilið að vera loksins hamingjusamur þessi góður maður hann Keanu Reeves.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 4 dögum

Stjörnuspá vikunnar – Vó, nú er góður tími til að hringja í Tvíbura

Stjörnuspá vikunnar – Vó, nú er góður tími til að hringja í Tvíbura
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sif Sigmars eignast þriðja barnið: „Drengurinn hefur hlotið nafnið Útgjaldaliður nr. 3“

Sif Sigmars eignast þriðja barnið: „Drengurinn hefur hlotið nafnið Útgjaldaliður nr. 3“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vonarstjörnur Íslands í kvikmyndum og sjónvarpi

Vonarstjörnur Íslands í kvikmyndum og sjónvarpi
Fókus
Fyrir 6 dögum

Svona færðu mest fyrir peninginn á pöbbaröltinu í borginni – Bjór á 600 krónur

Svona færðu mest fyrir peninginn á pöbbaröltinu í borginni – Bjór á 600 krónur