Mánudagur 09.desember 2019
Fókus

„Ef íslenska tungumálið deyr, þá verður það ykkur að kenna“

Fókus
Laugardaginn 16. nóvember 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ímyndaðu þér ef allir íbúar Akureyrar, Selfoss og Reykjanesbæjar væru innflytjendur. Í mörgum tilfellum er þetta fólk ekki með kosningarétt, borgar sína skatta en er alveg mállaust í samfélaginu. Þetta er fólk sem margir hugsa um að komi á færibandi til að vera ódýrt vinnuafl. Þetta er því miður hugsunarhátturinn hjá mörgum, jafnvel þeim sem stjórna landinu,“ segir Aneta Matuszewska í viðtali við Fréttablaðið.

Síðasta áratug hefur Aneta verið skólastjóri Retor Fræðslu, íslenskuskóla fyrir innflytjendur. „Ég er búin að búa á Íslandi í átján ár. Ég ákvað að gefa Íslandi tækifæri og sé ekki eftir því. Ég veit hvernig íslenskan mun deyja og hvernig hægt er að koma í veg fyrir það.“

Aneta Matuszewska kom til Íslands frá Póllandi fyrst árið 2001. Hana óraði ekki fyrir því að 16 árum síðar byggi hún enn á landinu. Hún er fædd og uppalin í vesturhluta Póllands, ekki langt frá landamærunum við Þýskaland. Aneta er matvælafræðingur að mennt.

Syndir ein gegn straumnum

Aneta hefur ítrekað sagt að það þurfi skýra stefnu um hvort innflytjendur eigi að tala íslensku eða ekki. Síðasta áratug hefur hún verið skólastjóri Retor Fræðslu, íslenskuskóla fyrir innflytjendur.

„Ég veit hvernig íslenskan mun deyja og hvernig hægt er að koma í veg fyrir það,“ segir Aneta. „Ef íslenska tungumálið deyr, þá verður það ykkur að kenna,“

Samkvæmt tölum Hagstofunnar eru meira en 43 þúsund innflytjendur búsettir á Íslandi í dag, sem nema upp í tæp tólf prósent landsmanna. Þegar Aneta flutti til Íslands voru það annars vegar þrjú prósent.

Fyrir ári fundaði hún um málið með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. „Ráðherra tók mjög vel í allt sem ég sagði og ég bind enn miklar vonir við að það muni eitthvað gerast. Staðan er sú að fyrir áratug voru lagðar árlega um 240 milljón krónur í að kenna innflytjendum íslensku, síðustu ár hefur talan verið í 120 milljónum. Helmingi minna, þrátt fyrir gífurlega fjölgun innflytjenda. Aneta segir að þetta þurfi að leiðrétta sem fyrst. „Í dag líður mér eins og ég sé ein á árabát að róa gegn straumnum, í baráttu fyrir ykkar tungumáli,“ segir Aneta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 5 dögum

Play haft að háði og spotti – „Sýndu mér andlit á manni sem er ekki búinn að fá útborgað“

Play haft að háði og spotti – „Sýndu mér andlit á manni sem er ekki búinn að fá útborgað“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Læknirinn Guðmundur Freyr hrundi niður í streitu og kulnun: „Ég bara upplifði að ég væri algjörlega kláraður“

Læknirinn Guðmundur Freyr hrundi niður í streitu og kulnun: „Ég bara upplifði að ég væri algjörlega kláraður“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ásthildur var með tvö lítil tattú fyrir sjö árum: „Ég spurði hvort hjartað gæti hætt að slá út af sársauka“

Ásthildur var með tvö lítil tattú fyrir sjö árum: „Ég spurði hvort hjartað gæti hætt að slá út af sársauka“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ótrúleg lífsreynsla Arons – Lenti í lífshættulegu bílslysi og greindist með krabbamein á sama tíma

Ótrúleg lífsreynsla Arons – Lenti í lífshættulegu bílslysi og greindist með krabbamein á sama tíma