fbpx
Föstudagur 07.ágúst 2020
Fókus

Það fauk í Magnús Ver þegar lögreglan stöðvaði hann: „Ég spurði hvern andskotann þeir væru að stoppa mig“

Fókus
Mánudaginn 11. nóvember 2019 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Ver Magnússon, einn sigursælasti kraftajötun sögunnar, segir frá nokkuð gamansömu atviki sem hann lenti í um helgina á Facebook-síðu sinni. Hann segist hafa verið stöðvaður skyndilega af lögreglu og viðurkennir fúslega að hann hafi verið fullharður fyrir lögreglumanninn.

„Ég var òvænt á ferðinni síðastliðna nótt á bíl og sá mikið af blikkandi bláum ljósum hér og þar um stór höfuðborgarsvæðið! Ég passaði vel upp á að vera á löglegum hraða með beltið spennt til að gefa þeim enga ástæðu til að stöðva för mína. En allt kom fyrir ekki! Allt í einu eru blikkljósin framundan og þeir að ræða þar við bílstjóra! Ég ætlaði nú bara að keyra í rólegheitunum framhjá þá veifa þeir mér að stoppa,“ lýsir Magnús

Hann segist ekki hafa verið spenntur yfir þessu, enda á leið heim þreyttur. „Ég varð nú ekkert kátur með þetta og spurði hvern andskotann þeir væru að stoppa mig fyrir því ég vissi nákvæmlega að ekkert hafði ég gert rangt. „Ehhh blása,“ segir gaurinn og sýnir mér einhverja græju.

Magnús samþykkti þetta og bað um apparatið. „„Já komdu með þetta,“ segi ég og ætla að grípa græjuna af honum og blása þakið af henni. Þá nei nei það má ekki. Hann þarf að halda á þessu. Æi ég var kannski aðeins of pirraður við greyjið en var á leið heim frekar þreyttur,“ segir Magnús.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fyrir 4 dögum

Dóttir mín er alltaf í iPadnum

Dóttir mín er alltaf í iPadnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ég var alltaf að fresta hlutum því allt yrði betra þegar ég yrði grönn

Ég var alltaf að fresta hlutum því allt yrði betra þegar ég yrði grönn
Fókus
Fyrir 6 dögum

Riley Keough heiðrar minningu bróður síns með húðflúri

Riley Keough heiðrar minningu bróður síns með húðflúri
Fókus
Fyrir 6 dögum

Cardi B frumsýnir nýju ljósu lokkana

Cardi B frumsýnir nýju ljósu lokkana
Fókus
Fyrir 1 viku

Gestir hvalaskoðunar urðu óvænt viðfangsefni „mannskoðunarferðar“ eyfirsks hnúfubaks.

Gestir hvalaskoðunar urðu óvænt viðfangsefni „mannskoðunarferðar“ eyfirsks hnúfubaks.
Fókus
Fyrir 1 viku

Ólafur Arnalds tilnefndur til Emmy-verðlauna

Ólafur Arnalds tilnefndur til Emmy-verðlauna
Fókus
Fyrir 1 viku

Saman í 29 ár – Stundum kemur upp afbrýðisemi og tortryggni

Saman í 29 ár – Stundum kemur upp afbrýðisemi og tortryggni
Fókus
Fyrir 1 viku

Þetta finnst Viktoríu Hermanns gaman að gera með krökkunum

Þetta finnst Viktoríu Hermanns gaman að gera með krökkunum