fbpx
Mánudagur 19.október 2020
Fókus

Rúrik og Nathalia fagna eins árs sambandsafmæli – Ástarsaga þeirra í máli og myndum

Fókus
Mánudaginn 11. nóvember 2019 13:30

Eitt ár af ást.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það komst í heimsfréttirnar þegar að knattspyrnukappinn Rúrik Gíslason byrjaði að slá sér upp með brasilísku fyrirsætunni Nathalia Soliani. DV sagði fyrstu fréttina af sambandi þeirra þann 30. desember í fyrra þegar þau birtu röð af myndum af sér í þyrluferð og sólbaði í Rio de Janeiro í Brasilíu. Þau virðast hafa farið leynt með sambandið í fyrstu því um síðustu helgi fögnuðu þau eins árs sambandsafmæli. Fókus ákvað því að kíkja yfir þessa fallegu ástarsögu.

25. nóvember 2018

Á afmælisdegi Rúriks í febrúar síðastliðnum birti Nathalia mynd af sínum heittelskaða þar sem kom í ljós hvenær nákvæmlega sambandið varð alvarlegt. Þá birti hún mynd af Rúriki í „story“ á Instagram og við hana stóð dagsetningin 25. nóvember árið 2018 og:

„Hugsa til helgarinnar sem breytti öllu.“

Síðar opinberaði Nathalia að þau Rúrik hefðu kynnst í London þann 10. nóvember 2018.

Rúrik og Nathalia – fallegt par.

30. desember 2018

Áður en Rúrik og Nathalia opinberuðu samband sitt á Instagram var Rúrik einn eftirsóttasti piparsveinn landsins, og þó víðar væri leitað, enda rauk fylgjendafjöldi hans á Instagram upp úr öllu valdi eftir að hann keppti með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu á HM sumarið 2018. Fréttin um ástarsambandið við brasilísku fyrirsætuna á DV vakti því mikið umtal og varð fljótt ein mest lesna frétt dagsins, þó litið væri vitað um Nathaliu annað en að hún hefði átt farsælum ferli að fagna í fyrirsætuheimum og á skrá hjá fyrirsætuskrifstofunni IMG Models.

16. janúar 2019

Í ölpunum.

Rúrik og Nathalia urðu sífellt sýnilegri saman á samfélagsmiðlum eftir að fréttir um samband þeirra birtust í fjölmiðlum. Um miðjan janúar á þessu ári sagði DV af því fréttir að parið byði nýja árið velkomið með því að eyða gæðatíma saman í svissnesku ölpunum. Var Nathalia vel dúðuð í fatnað frá 66°Norður og því ljóst að íslensku áhrifin voru búin að heltaka hana. Í framhaldinu skelltu þau sér saman á leik Íslands og Frakklands í milliriðli heimsmeistaramótsins í handknattleik.

14. febrúar 2019

Það má segja að ákveðin þáttaskil hafi orðið á Valentínusardaginn síðasta því þá fór parið úr því að birta myndir í „story“ á Instagram, myndir sem hverfa á sólarhring, í að birta myndir á vegg sínum á Instagram. Það gerði Rúrik í fyrsta sinn á Valentínusardaginn og skrifaði einfaldlega: „Til hamingju með Valentínusardaginn allir,“ við mynd af sér og Nathaliu á góðri stundu.

View this post on Instagram

Happy Valentine’s day to you all ❤️

A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) on

Sama dag birti Nathalia ástarjátningu til Rúriks í „story“ á Instagram. „Takk fyrir að vera maður drauma minna,“ skrifaði hún við mynd af parinu í teiti.

16. febrúar 2019

Það fór hins vegar um marga tveimur dögum eftir Valentínusardaginn þegar að Nathalia opinberaði það í „story“ á Instagram að henni hefðu borist ógnvekjandi skilaboð fyrir það eitt að vera kærasta Rúriks.

Nathalia birti skjáskot af einkaskilaboðunum í sögu sinni á Instagram. Þar sást aðdáandi Rúriks spyrja Nathaliu hvort hún vilji deila Rúrik, því téður aðdáandi væri ástfanginn af honum. Þegar Nathalia svaraði ekki varð aðdáandinn illur.

„Svaraðu mér heimskingi. Ég hata þig tík. Þetta er kærastinn minn. Ég veit að þú ert hrædd við mig,“ stóð í skilaboðunum.

Nathalia var hvergi bangin og sagði að öllum skilaboð í þessum dúr yrðu tilkynnt til Instagram.

„Lífið er mikið meira en samfélagsmiðlar. Ef þið hafið ekkert gott að segja viljið þið vinsamlegast halda ykkur fjarri síðunni minni,“ skrifaði fyrirsætan. „Heimurinn þarf virkilega á ást að halda núna, ekki hatri. Guð blessi ykkur.“

25. febrúar 2019

Nathalia kom Rúrik skemmtilega á óvart á afmælisdaginn í lok febrúar á þessu ári þegar hann fagnaði 31 árs afmæli sínu. Hún gaf honum köku, blöðrur með upphafsstöfum sínum, hvítar rósir og mynd af Elvis. Þakkaði hún tónlistarmanninum Sverri Bergmann fyrir að hjálpa sér að gera afmælisdaginn sérstakan. Þá sendi hún honum einnig fallega kveðju á Instagram:

„Hamingjuóskir til þessarar fallegu sálar sem ég nýt blessunar að hafa í mínu lífi. Þú ert allt sem ég vildi í karlmanni. Hreinskilinn, góður, auðmjúkur og alltaf til staðar, alltaf til í að hafa gaman, yndislegasta manneskja sem ég hef kynnst í lífi mínu. Takk fyrir að vera svona frábær. Njóttu dagsins,“ skrifaði Nathalia á ensku og bætti síðan við á okkar ástkæra ylhýra: „Ég elska þig.“

26. maí 2019

Rúrik og Nathalia gerðu vel við sig í lok maí og skelltu sér til syndaborgarinnar Las Vegas. Þau fóru meðal annars á tónleika með stórsöngkonunni Celine Dion og birtu mynd af sér á sundfötunum inni á hótelherbergi.

14.-16. júní 2019

Það var mikið um dýrðir þegar að knattspyrnukappinn Gylfi Þór Sigurðsson gekk að eiga sína heittelskuðu, Alexöndru Helgu Ívarsdóttur, við Como-vatn á Ítalíu síðasta sumar. Rúrik og Nathalia létu sig ekki vanta og skein af þeim hamingjan.

View this post on Instagram

Wedding weekend 🇮🇹

A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) on

Júní 2019

Eftir brúðkaup ársins flugu þau Rúrik og Nathalia til Íslands og nutu lífsins í faðmi hvors annars. Nathalia var dugleg að leyfa fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með Íslandsreisunni, en þau Rúrik gistu meðal annars á Hótel Rangá, skoðuðu Seljalandsfoss og Suðurlandið og dýfðu sér í Bláa lónið. Þá fóru þau einnig í ísklifur á Sólheimajökli.

View this post on Instagram

Much needed days off at @hotelranga •

A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) on

Skrifaði Nathalia meðal annars á Instagram að Ísland hefði stolið hjarta hennar einu sinni, með vísan í Rúrik, en væri búið að stela því aftur eftir heimsóknina.

Stuttu síðar sagði Rúrik í viðtali við Sudwestrundfunk að fylgjendafjöldi hans á Instagram hefði hrunið eftir að hann byrjaði að birta myndir af Nathaliu. Líklegast alveg þess virði.

14. október 2019

Eftir nokkurt hlé af paramyndum fóru einhverjir að verða uggandi yfir því að ástarblossinn væri slokknaður. Nathalia þaggaði niður í þeim efasemdarröddum um miðjan október þegar hún birti mynd af þeim Rúrik að kyssast og óskaði öllum góðrar helgar.

10. nóvember 2019

Rúrik fagnaði síðan eins árs sambandsafmæli með því að birta mynd af skötuhjúunum í brúðkaupi Gylfa og Alexöndru.

„Eitt ár með þessari mögnuðu manneskju,“ skrifaði Rúrik og Nathalia svaraði í athugasemdakerfinu:

„Ástin mín. Ég trúi ekki að það sé liðið heilt ár! Takk fyrir alla ástina og umhyggjuna. Elska þig meira á hverjum degi. Elskan mín.“

View this post on Instagram

1 year with this amazing person! ❤️

A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Blaðamaður DV fórnar sér – Ég drakk sellerísafa á tóman maga í heila viku

Blaðamaður DV fórnar sér – Ég drakk sellerísafa á tóman maga í heila viku
Fókus
Í gær

Mannréttindalögfræðingurinn Claudia Ashanie Wilson: Upp á líf eða dauða – Hættuleg einangrunarstefna

Mannréttindalögfræðingurinn Claudia Ashanie Wilson: Upp á líf eða dauða – Hættuleg einangrunarstefna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Amman valdi kampavínsglasið fram yfir barnið

Amman valdi kampavínsglasið fram yfir barnið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Garðar að gera Mál og menningu klára – „Þetta verður svona Helga Björns stemning“

Garðar að gera Mál og menningu klára – „Þetta verður svona Helga Björns stemning“