Sunnudagur 23.febrúar 2020
Fókus

Yfirheyrslan: Davíð Örn óttast mest að missa edrúmennskuna

Íris Hauksdóttir
Laugardaginn 5. október 2019 11:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Örn Hákonarson matreiðslumaður hefur starfað í Danmörku og París undanfarinn áratug. Hann segist lifa fyrir listina að búa til fallegan og frumlegan mat þrátt fyrir að vilja ekki kalla sig listamann. Davíð Örn er í yfirheyrslu helgarinnar.

Hvar líður þér best?
Í náttúrunni eða innan um dýr eða í djúsí kombói af hvoru tveggja! En ef ég ætti að nefna staði þar sem mér líður best þá fer það algjörlega eftir því hvaða andi er í mér. Í eldhúsi með hníf í hönd eða uppi í sumarbústað í Bláskógabyggð, á báðum stöðum er ég „heima“.

Hvað óttastu mest?
Hlýnun jarðar og hversu hægt við erum að aðlaga okkur þessari ógn. Ég er óttast um að við séum ekki nógu hrædd við þetta og að við vöknum fyrst þegar það er orðið of seint.
Einnig hræðist ég að missa edrúmennskuna mína, hún er mér nokkuð mikilvæg.

Hvert er þitt mesta afrek?
Ætli það sé ekki edrúmennskan og það að geta horfst í augu við sjálfan mig og alla mína galla og unnið markvisst í þeim. Verð að aga mig svo ég geti laga’ mig!!
Hundurinn minn er líka enn á lífi, sem er í raun afrek út af fyrir sig eftir nokkrar aðgerðir, bílslys og fleira. Hann lætur hafa svolítið fyrir sér stubburinn, en hann er við hestaheilsu í dag.

Furðulegasta starf sem þú hefur tekið að þér?
Vá, þessi er erfið. Ég hef í raun alltaf unnið í eldhúsi eða á veitingastað en ég hef tekið að mér furðuleg verkefni. Ég stóð einu sinni fyrir smáréttaveislu fyrir 200 manna opnunarpartí á safni í Danmörku. Byggingin sem var hálfkláruð var grafin að stóru leyti niður í jörðina og án rennandi vatns og hita. Rafmagnsleiðslur voru á vægast sagt mjög óheppilegum stöðum og það var ekki þak á helmingnum af byggingunni. Og ekki nóg með það því það rigndi, í október.

Hver væri titillinn á ævisögu þinni?
Það eru svo margir sem koma til greina. Þeir hljóma allir mikið meira „cool“ á ensku.
„The guide to get fucked and unfucked real quick“, „Well that escalated quickly“, „Cocaine, butter and organic vegetables. A tragicomedy“ eða lauflétta, barnvæna útgáfan „A cook and his dog“.

Hvernig væri bjórinn Davíð Örn?
Bitur til að byrja með en því meira sem þú drekkur fær hann sæta tóna af sítrus og kamillu. Ég get verið svolítið bitter-sweet á köflum.

Besta ráð sem þú hefur fengið?
Þau eru þrjú. Það fyrsta kemur frá pabba mínum og hljómar nokkurn veginn svona: „Ef þú vil að hlutirnir séu gerðir rétt þá gerir þú þá sjálfur“. Annað kemur frá móðir minni, hún sagði mér að vera aldrei sjálfselskur í samböndum og muna alltaf að sjá vel um maka minn. Það þriðja gerði bandaríski grínistinn Will Rogers frægt: „Common sense ain’t common“, það hefur verið rótfast í mér frá unglingsárum.

Hvert er leiðinlegasta húsverkið?
Það er í raun ekkert leiðinlegt húsverk, það verður alltaf það sem þú gerir úr því! Mér finnst ekkert leiðinlegt að þrífa, en stundum þarf ég að peppa mig svolítið í gang.
Mér finnst gott setja Billie Holiday á fóninn og negla í mig fjórföldum espressó ef ég er ekki í gírnum.

Besta bíómynd allra tíma?
Það er nánast ómögulegt að svara þessari spurningu. Ég get nefnt þrjár sem höfðu mikil áhrif á mig: Irréversible, frönsk mynd leikstýrt af Gaspar Noé, Antichrist eftir Lars Von Trier og Intouchables, frönsku útgáfuna, ekki Hollywood. Ég er einnig mikill Tarantino- og Guy Ritchie-aðdáandi. Einnig American Phsyco, Scarface, Silence of the Lambs, Gladiator, Boondock Saints og ég get haldið endalaust áfram.

Hvaða hæfileika myndir þú vilja búa yfir?
Þolinmæði, er það ekki hæfileiki? Það eða setja saman Ikea-húsgögn. En það er bein tenging frá því og þolinmæði.

Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið?
Þær eru orðnar nokkuð margar. Stundaði það af mikilli innlifun í mörg ár að taka mikla áhættu. En slapp lifandi frá því öllu.
Þetta er kannski mjög „heimspekilegt“ en ég myndi segja að það að lifa væri ákveðin áhætta, þar sem maður veit aldrei hvað er handan við hornið.

Hvaða frasi eða orð fer mest í taugarnar á þér?
„Live, love, laugh“ er eitthvað sem hver einasta fruma í líkamanum á mér getur ekki.
Öll yfirdrifin „inspirational quotes“ meðfylgjandi ýktum „selfies“ á Instragram er eitthvað sem veldur mér velgju.

Hvaða getur þú sjaldnast staðist eða ert góður í að réttlæta að veita þér?
Kleinuhringir er mín „guilty pleasure“. Ef ég dett í „donuts“ þá borða ég sex og drekk lítra af kókómjólk með. Ég er mjög veikur einstaklingur þegar það kemur að því. Ég er líka brjálaður í kökur og súkkulaðikakan hennar mömmu er á toppnum. Þegar hún er bökuð borða ég helminginn og hinir í boðinu geta deilt á milli sín restinni.

Hvað er á döfinni hjá þér?
Ég ætla að heimsækja gamlar slóðir í Kaupmannahöfn í lok mánaðarins og svo er það bara vinnan. Annars er ég með fullt af öðrum hugmyndum sem mig langar gífurlega mikið að hrinda í framkvæmd sem fyrst, og ég ætla að reyna að búa mér til tíma til að koma því í gang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Leiðin til bata: Hún neytti fíkniefna daglega 12 ára og 14 ára svaf hún í stigagöngum fjölbýlishúsa

Leiðin til bata: Hún neytti fíkniefna daglega 12 ára og 14 ára svaf hún í stigagöngum fjölbýlishúsa
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daði slær í gegn hjá breskum stjörnum: „Aflýsið Eurovision“

Daði slær í gegn hjá breskum stjörnum: „Aflýsið Eurovision“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kolbeinn Karl afhjúpar hvernig best er að kaupa fasteign – Svona eignast þú íbúð

Kolbeinn Karl afhjúpar hvernig best er að kaupa fasteign – Svona eignast þú íbúð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ágústa miður sín yfir viðbjóðslegum rasisma í Ikea: „Vá hvað þetta var ljót stelpa“

Ágústa miður sín yfir viðbjóðslegum rasisma í Ikea: „Vá hvað þetta var ljót stelpa“
Fókus
Fyrir 1 viku

„Ég var oft kölluð drusla þegar ég var yngri“

„Ég var oft kölluð drusla þegar ég var yngri“
Fókus
Fyrir 1 viku

Hver er þessi Íva? – Blind frá fæðingu – Í tónlistarskóla frá tveggja ára aldri

Hver er þessi Íva? – Blind frá fæðingu – Í tónlistarskóla frá tveggja ára aldri