Mánudagur 18.nóvember 2019
Fókus

Reynir Bergmann fór í trekant með fólki á sjötugsaldri fyrir pening

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 3. október 2019 08:49

Reynir Bergmann Reynisson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reynir Bergmann er nýjasti gestur Egils Ploder í Burning Questions á Áttan Miðlar. Reynir Bergmann er einn stærsti áhrifavaldur Íslands og eigandi fyrirtækisins Park and fly. Hann ræddi um neikvæðu hliðar samfélagsmiðla í Föstudagsþættinum Fókus fyrr á árinu. Hann opnaði sig einnig um fortíð sína og harða fíkniefnaneyslu í einlægu viðtali við DV í fyrra.

Egill spyr Reyni hvað sé það skrýtnasta sem hann hefur gert til að eignast pening. Reynir deilir þá sögu frá Amsterdam, þegar hann fór í trekant með eldra fólki.

„Ohh ég er búinn að gera svo ógeðslega margt ruglað sko. Ég get sagt eina sögu þegar ég var ungur og mjög, mjög vitlaus og var úti í Amsterdam. Bara varð blankur mjög fljótt. Bara fór út og var bara mjög fljótt peningalaus. Vinur minn plataði mig inn á svona klúbb,“ segir Reynir og útskýrir nánar hvernig klúbbur þetta var.

„Klúbbur, svona „oldies“ eða eldra fólk. Og ég fór í þríleik með fólk á sjötugsaldri. Já það er örugglega það lang heimskulegasta sem ég hef gert fyrir pening. Þetta er svona það sem ég get sagt hér. Ég er búinn að gera svo mikið af hlutum sem [ég get aldrei sagt] en ég fór í þríleik með fólki á sjötugsaldri. Ég get sagt það frekar en margt annað. Aldur er bara tala.“

Hljóp nakin út úr klefa

Aðspurður hvað sé það vandræðalegasta sem hann hefur lent í segir Reynir það vera atvik sem gerðist fyrir um tveimur árum.

„Ég fór í sund á Selfossi og hljóp út úr klefanum en gleymdi að fara í buxurnar,“ segir hann. „Já ég hljóp bara út. Það var fullt af fólki í innilauginni. Ég sneri við og fattaði þetta. Ég bara var utan við mig.“

Orðrómur um vændi

Reynir segir að ein skrýtnasta lygin sem hann hefur heyrt um sig sjálfan er að hann sé með aðgang að klámsíðu og sé að selja sig. Hann hefur einnig heyrt þær lygar að hann sé sprautufíkill og eigi ekki fyrirtækið Park and fly.

„Fólk er svo ruglað sko,“ segir hann.

Þú getur horft á Burning Questions í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Svona búa Samherjar

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Táknrænt tattú

Táknrænt tattú
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konurnar í lífi Keanus – Áfallið markaði djúp spor í ástalífinu

Konurnar í lífi Keanus – Áfallið markaði djúp spor í ástalífinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stuðaði Grafarholtsbúa og komst í fréttirnar: „Það var byrjunin á þessari sprengju“

Stuðaði Grafarholtsbúa og komst í fréttirnar: „Það var byrjunin á þessari sprengju“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Er þetta krúttlegasti hundur í heimi? – Með tugþúsundir fylgjenda á Instagram

Er þetta krúttlegasti hundur í heimi? – Með tugþúsundir fylgjenda á Instagram
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu vandræðalegt augnablik Ingvars í beinni útsendingu á RÚV

Sjáðu vandræðalegt augnablik Ingvars í beinni útsendingu á RÚV
Fókus
Fyrir 3 dögum

Friðriki Ómari brugðið yfir Samherjaskjölunum: „Við erum í miðjum storminum núna“

Friðriki Ómari brugðið yfir Samherjaskjölunum: „Við erum í miðjum storminum núna“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndband af íslenskri stúlku hefur farið eins og eldur í sinu um netheima

Myndband af íslenskri stúlku hefur farið eins og eldur í sinu um netheima
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bjarni Ben verður afi

Bjarni Ben verður afi