fbpx
Mánudagur 01.júní 2020
Fókus

Íslenska íþróttafólkið sem breytti leiknum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 25. október 2019 10:42

Samsett mynd: Instagram @huldabwaage, @beggiolafs, @arni_kristjansson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

The Game Changers kom á Netflix 16. október síðastliðinn og hefur vakið mikla athygli um heim allan. Heimildamyndin fjallar í stuttu máli um hvaða áhrif plöntumiðað mataræði hefur á getu og hæfni íþróttafólks. Í myndinni fáum við að fylgjast með James Wilks, fyrrverandi UFC bardagakappa og sérsveitarþjálfara. Hann ferðast um heiminn til að kynna sér mýtur um kjöt, prótein og styrk. Hann talar við vísindamenn og íþróttafólk sem á það sameiginlegt að vera vegan og að skara fram úr sinni íþróttagrein.

Horfðu á stikluna fyrir myndina hér að neðan.

DV ákvað að taka saman okkar eigið íþróttafólk í atvinnumennsku sem „breytti leiknum“ með því að verða vegan.

Kraftlyftingakonan Hulda B Waage

View this post on Instagram

Women just need to smile more

A post shared by Hulda B Waage (@huldabwaage) on

Hulda B. Waage var valin kraftlyftingakona Íslands árið 2018. Hún á einnig fjölmarga bikar- og Íslandsmeistaratitla og hefur sett ófá Íslandsmet. Hún hefur verið vegan í rúmlega fimm ár og er lifandi sönnunn þess að það er hægt að vera sterk og öflug afreksíþróttakona án þess að borða kjöt eða aðrar dýraafurðir. Hulda deildi með DV hvað hún borðar á venjulegum degi fyrr á árinu.

Sjá einnig: Það sem vegan kraftlyftingakona Íslands borðar á venjulegum degi

CrossFittarinn Árni Björn

Árni Björn Kristjánsson byrjaði að æfa CrossFit haustið 2009. Hann hefur síðan þá keppt þrisvar sinnum á heimsleikunum í Crossfit. Í dag er hann stöðvastjóri og meðeigandi CrossFit XY í Garðabæ.

Árni Björn hefur verið vegan í um tvö og hálft ár. Hann hefur einnig deilt með lesendum DV hvað hann borðar á venjulegum degi.

Sjá einnig: Það sem Árni Björn crossfittari borðar á venjulegum degi

Bikinífitness keppandinn og taekwondo bardagakappinn Margrét Gnarr

Margrét Gnarr hefur verið í íþróttum síðan hún var barn. Hún er með svarta beltið í taekwondo og hefur nokkrum sinnum orðið Íslands- og bikarmeistari.  Hún er einnig atvinnumaður í bikinífitness og hefur unnið til fjölmargra verðlauna.

Margrét hefur verið vegan síðan um páskana 2017. „Ég horfði á margar heimildamyndir eins og Forks Over Knives, What the Health og Cowspiracy, og þetta meikaði engan sens. Af hverju eru þessi dýr að deyja fyrir okkur þegar við þurfum ekki á því að halda. Þetta er líka að fara með jörðina okkar,“ sagði Margrét Gnarr í viðtali við DV fyrr á árinu.

Sjá einnig: Margrét Gnarr er vegan fyrir dýrin: „Maður vissi alltaf af viðbjóðnum. Maður bara vildi ekki tengja“

Sjá einnig: Fitnessdrottningin Margrét Gnarr sýnir hvað hún borðar – Myndband

Handboltakonan Guðrún Ósk

Guðrún Ósk Maríasdóttir er einn besti handboltamarkvörður landsins og hefur spilað fjölda leikja með landsliðinu. Ekki nóg með að vera afreksíþróttakona, þá er hún með B.Sc í næringafræði og M.sc í matvælafræði. Hún og Árni Björn, sem minnst er hér að ofan í greininni, eru hjón og eiga saman eina dóttur.

Fótboltamaðurinn Beggi Ólafs

Beggi Ólafs hefur borðað einungis plöntufæði síðastliðin fjögur ár. Hann skrifaði einlæga færslu á Trendnet.is um ástæðuna fyrir því.

„Ég byrjaði að borða plöntufæði því ég vildi gera allt til þess að komast í atvinnumennsku í fótbolta. Eitt af því sem skiptir gríðalega miklu máli í íþróttum er mataræði. Þegar ég var að afla mér upplýsingar um plöntufæði sá ég á mörgum stöðum að plöntufæði gæti bætt endurheimt og orku, sem eru tvö lykilatriði í íþróttum í dag,“ skrifaði hann.

Hann sagði einnig:

„Ég elskaði kjöt. Ég skildi ekki fólk sem borðaði ekki kjöt. Hvað þá þeir sem borðuðu ekki kjöt og voru í íþróttum? Þvílíkir aumingjar. Ég skil alla sem eru með þessa hugsun enda hugsaði ég það nákvæmlega sama  einu sinni.“

Lesa má færsluna hans í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 4 dögum

Gísli Marteinn hélt að grín sitt um Garðabæ væri ýkjur en annað kom á daginn

Gísli Marteinn hélt að grín sitt um Garðabæ væri ýkjur en annað kom á daginn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Detox-drottningin ánægð með Krýsuvík

Detox-drottningin ánægð með Krýsuvík
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vikan á Instagram: „Í sumar ætla ég einungis að drekka kokteila með skvísunum“

Vikan á Instagram: „Í sumar ætla ég einungis að drekka kokteila með skvísunum“
Fókus
Fyrir 1 viku

„Mér finnst eins og við séum allt í einu hætt að vera par og frekar bara bestu vinir“

„Mér finnst eins og við séum allt í einu hætt að vera par og frekar bara bestu vinir“