fbpx
Mánudagur 13.júlí 2020
Fókus

Fimm sem voru fræg í fimmtán mínútur

Fókus
Sunnudaginn 20. október 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Villi „Mérbalalíðurágætlegavelbala“ Hall
Vilhjálmur Hallgrímsson er án efa eftirminnilegasti þátttakandinn úr Bandinu hans Bubba. Þegar hann var spurður hvernig honum liði var svarið hans sama og sögulegt. Villi hefur tileinkað sér sterkan sess í íslenskum „meme-kúltúr“ fyrir þessar örfáu sekúndur sem hann hefur enn ekki toppað.

Góðu stundir Öldu
Söngkonan Alda Björk Ólafsdóttir stökk beint í 7. sæti breska vinsældalistans með lagið Real Good Time árið 1998. Þá skákaði hún meðal annars Kryddpíunum. Öldu tókst að láta stóran draum rætast, að slá í gegn úti í hinum stóra heimi, en lítið kom út úr ferlinum seinna meir. Rosagóðir tímar þó.

Réttur maður á röngum Laugavegi
Bandaríkjamaðurinn Noel Santillan kom til Íslands árið 2016 og bókaði herbergi á Hótel Fróni við Laugaveg 22A. Hann keyrði í fimm klukkustundir, langt út fyrir bæjarmörkin, og að lokum bankaði hann upp á hjá konu á Laugarvegi á Siglufirði. Noel hafði slegið inn rangt heimilisfang í GPS-tækið, en hann tók bara vel í aukarúntinn um landsbyggðina og komst víða í pressuna vegna ruglingsins.

Fór úr sviðsljósinu í leikskólann
Hólmfríður Karlsdóttir kom, sá og sigraði í keppninni Ungfrú heimur árið 1985. Þetta var í fyrsta skipti sem íslenskur keppandi hlaut þennan titil en ekki hið síðasta. Hófí ákvað þó að viðhalda ekki fyrirsætuferlinum, þrátt fyrir að tilboðum rigndi inn. Hún kunni vel við sig sem leikskólakennari og hefur látið gott af sér leiða á því sviði.

Lúxorsvandamál
Fyrsta strákasveit Íslands telst sú sem kom, heilsaði og hvarf. Lúxor var stofnuð af Einari Bárðarsyni og samanstóð af fimm ungum körlum sem hlutu dræmar viðtökur við lög sem þeir sömdu ekki sjálfir. Þeir tóku nokkur stór „gigg“ hér og þar, og heilmikið við skódeild Hagkaupa á jólatímanum árið 2007, og gáfu út plötu sem var jörðuð í fjölmiðlum á sínum tíma. Merkin voru skýr, en tilraunin ágæt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Vonarstjörnur Íslands í kvikmyndum og sjónvarpi

Vonarstjörnur Íslands í kvikmyndum og sjónvarpi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona færðu mest fyrir peninginn á pöbbaröltinu í borginni – Bjór á 600 krónur

Svona færðu mest fyrir peninginn á pöbbaröltinu í borginni – Bjór á 600 krónur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Manúela krækti í kvikmyndaframleiðanda

Manúela krækti í kvikmyndaframleiðanda
Fókus
Fyrir 6 dögum

Illverk vekja áhuga fólks – „Jeffrey Dahmer er uppáhalds morðinginn minn“

Illverk vekja áhuga fólks – „Jeffrey Dahmer er uppáhalds morðinginn minn“
Fókus
Fyrir 1 viku

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum
Fókus
Fyrir 1 viku

Sigurður Páll lýsir strangri sóttkví í Rúmeníu: „Eins og í gamalli rússneskri njósnamynd“

Sigurður Páll lýsir strangri sóttkví í Rúmeníu: „Eins og í gamalli rússneskri njósnamynd“
Fókus
Fyrir 1 viku

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum