fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Þversagnir og götóttur söguþráður í Friends – Þessu tókstu líklega aldrei eftir

Fókus
Föstudaginn 18. október 2019 19:30

Vinirnir mæta aftur á skjáinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá árinu 1994 hefur vestrænt samfélag fylgt Ross, Rachel, Chandler, Monicu, Joey og Phoebe í gegnum súrt og sætt. Ef þú ert sannur vinur hefurðu horft á þættina oftar en þú hefur tölu á. Þættirnir Friends virðast alltaf eiga erindi við aðdáendur sína. En þrátt fyrir að hafa séð hvern þátt oftar en maður fær talið á fingrum beggja handa er ekki víst að maður hafi tekið eftir öllu. Skörpustu aðdáendur hafa þó verið duglegir að benda á götóttan söguþráð og þversagnir í þessum tíu þáttaröðum. Hér eru nokkur dæmi sem við þorum að veðja að þú vissir ekki.

Days of Our Lives eru ekki teknir upp í New York

Joey datt í lukkupottinn þegar hann fékk hlutverk í sápuóperunni Days of Our Lives. Það leið þó ekki svo langur tími þar til Joey var rekinn fyrir að fullyrða í viðtali að hann skrifaði mikið af sínum eigin línum. Mörgum árum seinna að hann endurheimti hann hlutverk Dr. Drake Ramoray í sápuóperunni. Nánar tiltekið í þættinum The One With Joey‘s New Brain í sjöttu seríu.

Það er hins vegar einn stór galli við þessa sögu. Það er aldrei minnst sérstaklega á það í Friends en þættirnir Days of Our Lives eru teknir upp í Los Angeles. Joey er búsettur í New York og það hefði varla getað farið framhjá neinum ef hann væri sífellt fljúgandi fram og til baka. Líklega hafa þáttastjórnendur ákveðið að létta honum lífið með því að láta eins og kvikmyndaverið væri einhvers staðar í grennd við Manhattan.

Engin veit hvernig á að stafa eftirnafn Rachel

Fullu nafni heitir hún Rachel Karen Green. Það er líka svona sem flestir skrifa nafnið hennar. Í öllu kynningarefni sem tengist þáttunum var nafnið hennar skrifað svona. G-R-E-E-N. Engin vafi, engin mótmæli. Þetta kemur beint frá framleiðendum. EN – á nokkrum stöðum í þáttunum sjálfum má sjá eftirnafn hennar skrifað öðruvísi: G-R-E-E-N-E. Svona er það skrifað á boðskortinu hennar í brúðkaup Ross og Emily. Þetta er líka það sem stendur á hurðinni inn á skrifstofuna hennar þegar hún vinnur hjá Ralph Lauren.

Rachel á tvo afmælisdaga

Rachel virðist ekki aðeins hafa gengið með tvö eftirnöfn. Hún á líka tvo afmælisdaga. Í þættinum The One With Joey‘s New Girlfriend (sería 4, þáttur 5) kemur fram að hún eigi afmæli þann 5. maí. Samkvæmt því væri stjörnumerki hennar naut. Í þættinum The One With Chandler‘s Dad (sería 7, þáttur 22) þegar hún er stöðvuð af lögreglunni fyrir of hraðan akstur lítur lögreglumaður á ökuskírteinið hennar. Hann vekur athygli á því að hún sé vatnsberi. Hún gerir engar athugasemdir við þetta. Það gefur til kynna að hún eigi afmæli í lok janúar eða fyrri hluta febrúar.

https://www.youtube.com/watch?v=mI025NwWkTk

Rachel var ólétt í meira en ár

Rachel varð ófrísk af Emmu eftir einnar nætur gaman með Ross. Hún gekk hins vegar skuggalega lengi með barnið í maganum. Brúðkaup Monicu og Chandlers var haldið um miðjan maí. Þá var liðinn um það bil mánuður frá því að Ross og Rachel sváfu saman. Á meðan vinirnir héldu þakkargjörðarhátíð, hrekkjavöku og jól óx bumban hennar Rachel afar lítið. Emma kom svo ekki í heiminn fyrr en maí árið eftir … rúmum tólf mánuðum eftir að Rachel varð ófrísk.

Ross missti ekki sveindóminn með Carol

Strax í fyrsta þætti Friends komumst við að því að Ross er að ganga í gegnum sinn fyrsta skilnað. Það er ekki lítið talað um að ástæðan sé vegna þess að Carol sé lesbía. Í fjórða þætti í fyrstu seríu (The One With George Stephanopoulos) viðurkennir hann að Carol sé eina konan sem hann hafi nokkurn tíma sofið hjá. Hún er líka sögð fyrsta konan sem hann svaf hjá. Það er kannski ekkert óvenjulegt enda byrjuðu þau saman þegar þau voru í háskóla og gætu hafa verið aðeins 18 ára.

Ferðumst nú aðeins fram í tímann, nánar tiltekið í fjórða þátt sjöundu seríu (The One With Rachel‘s Assistant). Þar fullyrðir Ross að Chandler hafi sofið hjá ræstingakonunni þegar þeir voru í háskóla. Þá kom í ljós að það var reyndar Ross sem hafði sofið hjá henni. Þá er ljóst að Ross er lygari … Augljóslega var Carol ekki eina konan sem hann hafði sofið hjá þegar þau skildu. Kannski var ræstingakonan því fyrsta konan sem Ross svaf hjá, áður en hann og Carol kynntust. Annars þurfum við að horfast í augu við það að Ross hafi haldið framhjá Carol með ræstingakonunni.

Hvað var það aftur sem mamma hennar Rachel sagði? Once a cheater always a cheater.

Er Ross steingervingafræðingur eða mannfræðingur?

Í þáttunum kemur ítrekað fram að Ross sé steingervingafræðingur með sérstakan áhuga á risaeðlum. Hann fær stöðu prófessors í sinni fræðigrein, skrifar greinar og ritgerðir, og heldur fyrirlestra um þetta sértæka áhugamál. En hvers vegna er hann þá látinn líta út fyrir að vera mannfræðingur fyrstu tvær seríurnar?

Strax frá fyrsta þætti má sjá Ross að störfum í náttúrumynjasafninu í New York. Þar er hann að stilla upp hellisbúum og rífast við kollega sinn um dagleg vandamál þeirra. Af hverju í ósköpunum væri náungi með doktorsgráðu í steingervingafræðum ekki látinn starfa innan þeirrar deildar á safninu?

https://www.youtube.com/watch?v=J0NPlhwtJi8

Færum okkur meira en ár fram í tímann. Í þættinum The One Where Ross and Rachel … You Know (sería 2, þáttur 15) virðist Ross enn starfa sem mannfræðingur við náttúrumynjasafnið. Hann fær í það minnsta þetta símtal frá safninu:

Að ógleymdu augnablikinu, úr sama þætti, þegar Ross og Rachel sofa saman og vakna í einu af sýningarrýmunum. Þau eru ekki umkringd steingervingum, svo mikið er víst.

https://www.youtube.com/watch?v=DpHrf2xYlGI

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun