fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Bergþóra fór á ævintýralega slæmt deit – Dró skyndilega upp handbrúður úr pokanum

Fókus
Þriðjudaginn 15. október 2019 13:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að tíst sem Bergþóra Jónsdóttir, grafískur hönnuður, birti á föstudaginn hafi slegið í gegn. Tístið hefur nú fengið á fimmta hundrað læka og virðast Íslendingar vilja vita allt um söguna sem hún segir.

Fyrsta tíst hennar um atvikið er stutt og skilur margar spurningar eftir. „Fór einu sinni á deit með gaur sem stakk upp á picnic. Hann kom með stóran bakpoka með engum mat í. Bara handbrúðum, sem hann notaði til að segja mér að hann væri pabbi,“ lýsir Bergþóra.

Fyrstu viðbrögð Íslendinga á Twitter voru að þetta hljómaði eins og hryllingsmynd. „Hljómar eins og hann sé korteri frá því að verða raðmorðingi,“ skrifar einn maður til að mynda. Aðrir vildu þó fá að vita meira, en ein kona spyr hvernig hann hafi notað brúðurnar. Því svaraði Bergþóra:

„Hann setti upp smá svona show í lok stefnumóts. „btw ég barn.“ Svo sendi hann mér líka myndir eftir deit þar sem hann var búinn að photoshoppa hesta inná Tinder myndirnar mínar. Sagði að það vantaði allan hest. Sem hefði getað verið stórkostlega fyndið, ef ekki væri fyrir persónuleikann sem þvældist fyrir honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar