fbpx
Mánudagur 13.júlí 2020
Fókus

Yfirheyrslan: „Ef þú getur gert það á fimm mínútum, gerðu það strax“

Íris Hauksdóttir
Sunnudaginn 13. október 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Gunnarsdóttir danshöfundur hefur samið fjölbreytt dansverk bæði fyrir leikhús og tónlistarmyndbönd. Verk hennar hafa verið sýnd á sviðslistahátíðum víðs vegar um heim en hún hefur jafnframt hlotið nokkrar tilnefningar til Grímunnar. Katrín er í yfirheyrslu helgarinnar.

Hvar líður þér best?
Heima með fólkinu mínu eða í göngutúr einhvers staðar í náttúrunni.

Hvað óttastu mest?
Stríð og eyðileggingu.

Hvert er þitt mesta afrek?
Koma dóttur minni í heiminn, ein magnaðasta lífsreynsla sem ég hef upplifað.

Furðulegasta starf sem þú hefur tekið að þér?
Í starfi mínu sem listamaður hef ég gert margt á sviði sem öðrum þætti kannski furðulegt: Hlaupið um í bananabúningi, handþeytt smjör, lamið fólk með gúrku og svona mætti lengi telja. Kannski er það furðulegasta sem ég hef gert að vinna á skrifstofu.

Hver væri titillinn á ævisögu þinni?
Slagorðið sem prýðir almenningsklósettvörur víða um heim: Katrin – less is more.

Hvernig væri bjórinn Katrín?
Katrín væri sterkur imperial stout sem myndi vera keisaraynjunni nöfnu minni að skapi.

Besta ráð sem þú hefur fengið?
„Ef þú getur gert það á fimm mínútum, gerðu það strax“ hefur hjálpað mikið í vinnutörnum þar sem maður þarf að vera með marga bolta á lofti.

Hvert er leiðinlegasta húsverkið?
Mér finnst leiðinlegt að vaska upp seint á kvöldin, þá er ég líkleg til að slasa mig á eldhúshnífnum eða brjóta glas.

Besta bíómynd allra tíma?
Dirty Dancing og Saturday Night Fever eru bestu dansmyndirnar.

Hvaða hæfileika myndir þú vilja búa yfir?
Að geta flakkað um í tíma.

Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið?
Treysta innsæinu og taka stökkið.

Hvaða frasi eða orð fer mest í taugarnar á þér?
Ýmis orð sögð í spjátrungslegum tón: vinkona, meistari, kallinn, gamla.

Hvað geturðu sjaldnast staðist eða ert góð í að réttlæta að veita þér?
Gott súkkulaði klikkar aldrei.

Hvað er á döfinni hjá þér?
Ég frumsýndi nýverið ÞEL, verk fyrir Íslenska dansflokkinn en síðustu sýningar eru nú í október. Svo eru æfingar að fara á fullt fyrir nýtt sviðsverk með kollegum mínum í leikhópnum Marmarabörnum, við frumsýnum Eyður, sjónræna sviðsfantasíu, á stóra sviði Þjóðleikhússins í janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona færðu mest fyrir peninginn á pöbbaröltinu í borginni – Bjór á 600 krónur

Svona færðu mest fyrir peninginn á pöbbaröltinu í borginni – Bjór á 600 krónur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta Pub Quiz sumarins á Miami í kvöld: Tjokkóar og skinkur í aðalhlutverki

Fyrsta Pub Quiz sumarins á Miami í kvöld: Tjokkóar og skinkur í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 6 dögum

Illverk vekja áhuga fólks – „Jeffrey Dahmer er uppáhalds morðinginn minn“

Illverk vekja áhuga fólks – „Jeffrey Dahmer er uppáhalds morðinginn minn“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sorgmæddur köttur tekur Internetið með trompi

Sorgmæddur köttur tekur Internetið með trompi
Fókus
Fyrir 1 viku

Anton Helgi færir sig aftur á pappírinn

Anton Helgi færir sig aftur á pappírinn
Fókus
Fyrir 1 viku

„Það er hræðilegt sem foreldri að upplifa sig svona algjörlega vanmáttugan“

„Það er hræðilegt sem foreldri að upplifa sig svona algjörlega vanmáttugan“
Fókus
Fyrir 1 viku

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum
Fókus
Fyrir 1 viku

Svafar var 17 ára sannfærður um að samfélaginu væri að öllu leyti sama um sig

Svafar var 17 ára sannfærður um að samfélaginu væri að öllu leyti sama um sig