fbpx
Fimmtudagur 22.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Tuð vors lands: Er ömurlegasta bók ársins komin út og janúar ekki búinn?

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt og kolgrátt ár er gengið í garð og því fylgja jafnan óhjákvæmilegir og aumkunarverðir iðrunarsálmar. Fólk strengir heit um reyk- og kolvetnafrítt líf sem endast kannski í viku, og börnin stíga náttlanga Fortnite-dansa til að líta fram hjá hækkandi yfirborði sjávar. En hvers vegna ætti 2019 svo sem að vera eitthvað skárra en 2018?

Bókin Tuð vors lands er komin út, en um er að ræða geð- og búkhreinsandi sjálfshjálparhandbók fyrir alla þá sem komnir eru með upp í kok af hamingjuhlaupi og innistæðulausri jákvæðni, og vilja reyna nýjar leiðir. Þegar grannt er skoðað er það sem er að í lífi þínu hvort sem er öðrum að kenna! Hvað fór mest í pirrurnar á þér í gær? Eða í fyrra? Hver er óþolandi í lífi þínu? Skráðu hvað þú hefðir átt að segja í vandræðalegri stöðu þegar þér datt ekkert flugbeitt og snjallt í hug. Skrifaðu skilaboð til fyrrverandi kærasta/kærustu sem þér finnst ennþá að sé viðbjóðsleg blóðsuga! Rifjaðu upp dapurlegustu deit-minninguna, súrasta sumarstarfið og hræðilegustu sviðsreynsluna.

Tuð vors lands eftir finnska höfundinn Lottu Sonninen er hressilegt ólundarkver sem komið hefur út í yfir þrjátíu löndum. Bókin hefur hjálpað fýlupokum og fjasmenni á ólíkum menningarsvæðum að leysa frá nöldurskjóðum sínum, segja til synda og berja lóma. Gefðu samferðafólki þínu einn á lúðurin og vertu versta útgáfan af sjálfum þér.

Hér má sjá sýnishorn úr bókinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Fjallið Hafþór Júlíus lang launahæstur íþróttamanna – Eyddi fúlgu í hárígræðslur

Fjallið Hafþór Júlíus lang launahæstur íþróttamanna – Eyddi fúlgu í hárígræðslur
Fókus
Í gær

Demi Lovato fer með hlutverk í Eurovision-mynd Will Ferrell

Demi Lovato fer með hlutverk í Eurovision-mynd Will Ferrell
Fókus
Fyrir 2 dögum

Netverjar fríka út yfir endurfundum Harry Potter stjarna – Sjáðu myndina

Netverjar fríka út yfir endurfundum Harry Potter stjarna – Sjáðu myndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tanja Ýr lepur dauðann úr skel – Langt undir lágmarkslaunum: „Ég styð ekki fréttamennsku“

Tanja Ýr lepur dauðann úr skel – Langt undir lágmarkslaunum: „Ég styð ekki fréttamennsku“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Lífið er betra í bikiní“

Vikan á Instagram: „Lífið er betra í bikiní“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslendingar takast á við naflapot, köngulær og óhreint niðurfall – Færð þú klígju?

Íslendingar takast á við naflapot, köngulær og óhreint niðurfall – Færð þú klígju?