fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fókus

Reykjavíkurdætur hakka Önnu Svövu í sig: „Komin í eitthvað grínþrot“

Fókus
Miðvikudaginn 18. september 2019 09:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurdæturnar Steiney Skúladóttir og Þura Stína skjóta báðar fast á Önnu Svövu Knútsdóttir á Twitter. Svo virðist sem Anna Svava hafi gert grín að hljómsveitinni í upphitun hennar fyrir nýtt uppistand Björns Braga Arnarssonar. Hann var líkt og flestir vita gripinn glóðvolgur við að káfa á unglingsstúlku á Subway.

Steiney gefur í skyn að Anna Svava hafi einfaldlega endurrómað það sem Emmsjé Gauti sagði árið 2015. „Anna Svava komin í eitthvað grínþrot, hitar upp fyrir Björn Braga og stelur einum góðum MC Gauta brandara 4 árum seinna,“ skrifar Steiney.

Hún bætir svo við það: „Það er verið að bóka okkur á festivöl um allan heim, spila okkur á útvarpsstöðvum eins og BBC og við vorum að vinna verðlaunin besta up and coming hip hop band í Evrópu. Það er pjúra bara Ísland sem vill ekki sjá okkur. Þetta er svo ljótt kynjamisrétti að ég á ekki orð.“

Þura Stína tekur undir með Steiney á Twitter og af orðum hennar að dæma þá virðist Anna Svava hafa sagt að það væru engir góðir kvenrapparar hér á landi. „Að segja að það séu engir góðir kvenrapparar á Ísland í dag er svo ljótt og ömurlegt djók, við erum að spila útum allan heim fyrir mörgþúsund manns og vinna alþjóðleg tónlistarverðlaun og Ísland er ennþá bara: Þið sökkið. Allar,“ skrifar Þura Stína.

Hún segir svo: „Fyrir utan Önnu Svövu að gera grín af öllum íslenskum stelpum sem rappa á Íslandi fyrir fullum sal að þá eru Rvkdtr búnar að fá eitt bókunar-request frá hátíðum á Íslandi síðasta árið.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Öðruvísi“ jólamatur – Djásn hægeldunar, tákn eftir grænkeraföstu og fiskurinn í baðinu

„Öðruvísi“ jólamatur – Djásn hægeldunar, tákn eftir grænkeraföstu og fiskurinn í baðinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málið loksins útkljáð – Die Hard er ekki jólamynd

Málið loksins útkljáð – Die Hard er ekki jólamynd
Fókus
Fyrir 4 dögum

Florence Pugh sér eftir því að hafa leikið í kvikmynd Íslendings – „Ég var ung og vantaði pening“

Florence Pugh sér eftir því að hafa leikið í kvikmynd Íslendings – „Ég var ung og vantaði pening“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tvíburarnir fagna fjórtán árum með kærastanum sem þær deila – Bregðast loks við spurningunni sem allir vilja vita

Tvíburarnir fagna fjórtán árum með kærastanum sem þær deila – Bregðast loks við spurningunni sem allir vilja vita
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rithöfundurinn Bjarni Bjarnason strauk að heiman í æsku – „Löggan talaði við okkur og gaf okkur snúð“

Rithöfundurinn Bjarni Bjarnason strauk að heiman í æsku – „Löggan talaði við okkur og gaf okkur snúð“