fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Lúxuslíf Íslandsvina: Útlendingar sem tekið hafa ástfóstri við Ísland

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 2. júní 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland hefur ávallt verið viðkomustaður hinna frægu og ríku. Margar stjörnur Hollywood koma hingað í kyrrþey og fá að rölta í miðbæ Reykjavíkur í friði og ró fyrir ljósmyndurum og æstum aðdáendum, Ísland er orðinn viðkomustaður í tónleikaferðalögum poppstjarna og margar stórmyndir og þáttaraðir hafa verið teknar í heild eða að hluta hér á landi.

Sumar stjörnur heimsækja landið ítrekað og nokkrar þeirra hafa hreinlega kosið að setjast hér að.

Ensk poppstjarna tekur ástfóstri við landið

Damon Albarn er söngvari, lagahöfundur og forsprakki hljómsveitanna Blur og Gorillaz, sem voru á hátindi frægðarinnar á tíunda áratugnum. Hinn 24. ágúst 1996 var Albarn í einkaviðtali við DV þar sem hann sagðist ná sambandi við raunveruleikann á Íslandi sem honum tækist alls ekki í London. „Ég saknaði Íslands eftir að ég var farinn til Bretlands og hlakka auðvitað mikið til þess að koma aftur, annars væri ég ekki að koma.“

Albarn líkaði svo vel við Ísland og íbúa landsins að hann keypti hlut í Kaffibarnum og einbýlishús að Bakkastöðum 109 í Reykjavík. Húsið er 310,6 fm og fasteignamat þess er 107.450.000 kr.

Víkingurinn úr suðri

Nýsjálenski leikarinn og heimshornaflakkarinn Manu Bennett hefur margoft heimsótt Ísland, sem heillaði hann í hans fyrstu heimsókn árið 2015. Hann segist vera fjarskyldur ættingi okkar, víkinganna í norðri, sjálfur maóríinn, víkingurinn úr suðri. Manu er mikill áhugamaður um sögu og einnig mikill mannvinur og dýravinur. Hann hefur vakið athygli á heimsvísu fyrir hlutverk sín sem skylmingaþrællinn Crixus í þáttunum Spartacus, illmennið Sladde Wilson/Deathstroke í Arrow, presturinn Allanon í The Shannara Chronicles og Azog, foringi Orka, í þríleiknum um Hobbitann. DV hefur heimildir fyrir því að Bennett vilji fjárfesta í íbúð í Reykjavík, en hvort að hann hafi látið verða af því er ekki vitað.

James Ratcliffe hefur keypt upp jarðir á Íslandi.

Auðkýfingur eignast Vopnafjörð

Breski auðkýfingurinn James Ratcliffe á 89% í eignarhaldsfélaginu Grænaþing, en félagið á fjölda jarða í Vopnafirði ásamt veiðifélaginu Streng ehf. sem leigir meðal annars Selá og Hofsá í firðinum. Kaupverð var ekki gefið upp og því ekki vitað nákvæmlega hversu margar jarðir eignarhaldsfélagið Grænaþing á, svo fjölda jarða sem Ratcliffe á hér á landi eftir kaupin er ekki vitað.

Fréttablaðið greindi frá því í nóvember að jarðeigendur í Vopnafirði hafi lýst því hvernig Ratcliffe hefur reynt að kaupa jarðir á svæðinu og hafi það framkallað deilur innan fjölskyldna um hvort selja eigi jarðirnar eða ekki. Oftar en ekki hafi lögfræðiskrifstofur eða fasteignasölur sent eigendum jarða kauptilboð frá ónefndum erlendum aðila.

Tékkneskur Óskarsverðlaunahafi

Marketa Irglova er tékkneskur tónlistarmaður sem hlaut Óskarsverðlaun árið 2008 fyrir lagið Falling Slowly í írskri kvikmynd, Once. Þá var hún aðeins 19 ára gömul og yngsti einstaklingurinn sem hlotið hefur styttuna eftirsóttu ef utan eru skildir leiklistarflokkarnir. Marketa lék einnig annað aðalhlutverkið í myndinni.

Marketa býr á Sólvallagötu 16 ásamt eiginmanni sínum, Sturlu Míó Þórissyni upptökustjóra og þremur börnum þeirra. Húsið er 238,1 fm og fasteignamat þess er 125.350.000 kr. Húsið er skráð á fyrirtæki þeirra, Kjarneplið ehf., sem einnig á upptökuver að Barðaströnd 51, Seltjarnarnesi. Húsið þar er 324,6 fm og fasteignamat þess er 117.950.000 kr.

Athafnamaður eignast listamannshús

Athafnamaðurinn og listasafnarinn William Oliver Luckett tók ástfóstri við Ísland í tveggja mánaða fríi á Íslandi árið 2016. Sama ár festi Luckett kaup á Kjarvalshúsinu, Sæbraut 1 á Seltjarnarnesi fyrir 180 milljónir króna. Húsið er 443 fm og fasteignamat þess er 178.500.000 kr. Húsið var byggt árið 1969 og var gjöf íslensku þjóðarinnar til listamannsins Jóhannesar Kjarvals, teiknað af Þorvaldi S. Þorvaldssyni arkitekt með sérþarfir Kjarvals í huga. Hann bjó þó aldrei í húsinu.

Luckett og kærasti hans, Scott Quinn, giftu sig sumarið 2017 í sveitabrúðkaupi á Hótel Borealis við Úlfljótsvatn á Suðurlandi.

Hjónin hafa í mörg ár verið ötulir kaupendur að íslenskri list og eiga hundruð listaverka eftir íslenska listamenn. Prýða þau heimili þeirra á nesinu og í viðtali við My Modern Met í byrjun árs má sjá fjölda mynda sem teknar eru á heimilinu.

Ekki missa af nýjasta DV.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar