fbpx
Föstudagur 07.ágúst 2020
Fókus

Páskaeggjaleit K100: „Fullorðið fólk var að klikkast úr græðgi“ – „Ég mun ekki svekkja barnið mitt með því að mæta í ár“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 11. apríl 2019 12:30

Margrét Hauks ásamt konu sinni, Bennu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil umræða hefur skapast um árlegu páskaeggjaleit útvarpsstöðvarinnar K100 á samfélagsmiðlum. Frekja og græðgi í fullorðnu fólki hefur einkennt leitina að sögn mæðra sem hafa mætt með börnin sín, sem hafa síðan farið sár og tómhent heim.

Margrét Hauks vakti athygli á málinu á Facebook-síðu viðburðarins.

„Ég fór síðustu tvö ár með son minn, þá þriggja og fjögurra ára, og við fórum bæði skiptin tómhent og sár heim. Við mættum tímanlega og leituðum hellengi, en vandamálið var að FULLT af barnlausu fullorðnu fólki var að hamstra öll eggin/ungana, til að spara sér einhverja hundraðkalla. Ég er alls ekki að dissa K100, þau eru æði að halda þetta. En fullorðið fólk sem skemmir fyrir leikskólabörnum til að spara 500 kall, dísesfokkinkræst. Ég mun ekki svekkja barnið mitt með því að mæta í ár,“ skrifaði Margrét.

Margrét gaf DV góðfúslegt leyfi til að birta færsluna.

„Í fyrra, þegar nýbúið var að flauta leitina af stað sá ég par um fertugt, fimmtugt, var að koma til baka með fullt fangið af ungum. Einhver benti þeim á að það væri einn á mann og þau hunsuðu það algjörlega,“ segir Margrét í samtali við DV.

Aðrir með sömu upplifun

Færsla Margrétar hefur fengið mikil viðbrögð og taka margir undir með henni.

„Varð orðlaus í fyrra einmitt yfir að fullorðið fólk var að klikkast úr græðgi!“ Skrifar ein sem fór með börnin sín sem voru þriggja og átta ára. „Mun ekki taka aftur þátt!“

Ummæli á Facebook-síðu K100 við þráð Margrétar.

Ein sem fór einnig í fyrra segist ekki ætla að fara aftur: „Fullt af unglingum og eldra fólki mætti miklu fyrr og búið að finna alla ungana. Þegar ég kom með stelpurnar mínar var allt búið, frekar glatað!“

Önnur tekur undir: „Við fórum í fyrra með okkar 7 og 5 ára og við förum ekki aftur. Stórir hópar af fullorðnu fólki OG krökkum voru farin af stað að hamstra ungana sem átti að finna alveg klukkutíma áður en þetta átti að byrja. Þegar leitin var svo formlega sett af stað var ekkert til eftir að finna.“

Ummæli á Facebook-síðu K100 við þráð Margrétar.

Margrét deildi einnig færslunni inn á Mæðra Tips og þar mætti hún sömu viðbrögðum. Ein segist hafa farið á svipaðan viðburð fyrir nokkrum árum síðan. „Þetta átti að vera ánægjudagur sem varð ekki,“ segir hún.

Margar tóku undir með Margréti í Facebook-hópnum Mæðra Tips.

K100 svarar Margréti

„Við á K100 erum alltaf að læra og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að þetta gerist ekki,“ skrifaði K100 við færslu Margrétar.

Skjáskot/Facebook

Margrét segir þá að hún kenni ekki útvarpstöðinni um þetta. „Það væri fáránlegt að ætlast til að þið hafið starfsfólk í að vakta fullorðið fólk sem kann ekki mannasiði. Eina sem mér dettur í hug er að auglýsa grimmt að þetta sé bara fyrir börn,“ segir Margrét.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 3 dögum

Mynd Tönju Ýrar vekur kátínu – Sérð þú hvað er athugunarvert við myndina?

Mynd Tönju Ýrar vekur kátínu – Sérð þú hvað er athugunarvert við myndina?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alda Coco segist hafa verið kölluð „drusla, feik, heimsk og trans“

Alda Coco segist hafa verið kölluð „drusla, feik, heimsk og trans“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ég var alltaf að fresta hlutum því allt yrði betra þegar ég yrði grönn

Ég var alltaf að fresta hlutum því allt yrði betra þegar ég yrði grönn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Útilegutískan í sumar – Smart á ferð um landið

Útilegutískan í sumar – Smart á ferð um landið
Fókus
Fyrir 1 viku

Svona býrðu til þína eigin andlitsgrímu

Svona býrðu til þína eigin andlitsgrímu
Fókus
Fyrir 1 viku

Margrét Erla: Ég vil sýna kvenlíkamann sem sterkan, fyndinn og skrýtinn

Margrét Erla: Ég vil sýna kvenlíkamann sem sterkan, fyndinn og skrýtinn