fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fókus

Allt sem við vitum um brúðkaup Sólrúnar Diego

Fókus
Laugardaginn 6. apríl 2019 11:30

Undirbúningur er í fullum gangi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Sólrún Diego gengur í það heilaga í sumar með unnusta sínum, Frans Veigari Garðarssyni. Parið á tvö börn, dótturina Maísól sem verður fjögurra ára í sumar og soninn Maron sem er nýorðinn eins árs. Turtildúfurnar eru nú í óðaönn að skipulegga eitt af brúðkaupum ársins og er Sólrún dugleg að leyfa fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með. Þetta er allt sem við vitum um brúðkaupið.

Grand veisla

Sólrún og Frans leyfa gestum að fagna með sér fram á rauða nótt í salnum Háteigur á Grand Hótel. Salurinn er frekar nýlegur og var tekinn í notkun á seinasta ári. Salurinn er afar glæsilegur og er útsýnið yfir Reykjavík algjörlega óborganlegt.

Brúðarkjóllinn keyptur í London

Sólrún er búin að panta tíma í brúðarkjólamátun hjá brúðarkjólaversluninni Grace Loves Lace í London. Sólrún fer til London í næstu viku til að finna draumakjólinn, en meðal þeirra sem fara með henni eru vinkonur hennar og áhrifavaldarnir Camilla Rut og Lína Birgitta.

Grace Loves Lace er í hinu ofursmarta Shoreditch-hverfi í London, en allir kjólarnir eru handsaumaðir í Ástralíu. Hægt er að fá kjóla á ýmsu verði, allt frá sjötíu þúsund krónum og upp úr.

Verður hún með slör?

Sólrún er búin að birta myndir af brúðarkjólapælingum sínum og ef marka má þær mætti halda að hún verði með slör á brúðkaupsdaginn.

Smart skreytingar

Sólrún er ein af þessum smart Íslendingum og er ávallt óaðfinnanlega hreint og smekklegt heima hjá henni, eins og þeir sem fylgja henni á Instagram vita.

Því er ekki furða að nafnaspjöldin í veislunni séu með eindæmum falleg og gefa hugmynd um hvernig skreytt verður í veislunni og hvernig þema verður.

Snittusamstarf

Leiða má að því líkur að einhver hluti af brúðkaupsstuðinu verði einhvers konar samstarf við fyrirtæki, enda er það ein aðalatvinna Sólrúnar. Nú þegar vitum við að Sólrún er í samstarfi við Kjötkompaníið um snittur og mat í veisluna.

Æfingargreiðsla

Börnin verða náttúrulega að taka virkan þátt í veisluhöldunum og er Sólrún nú þegar farin að æfa sig í greiðslum fyrir Maísól litlu.

Hveitibrauðsdagar í Cancún

Sólrún og Frans eru nú þegar byrjuð að skoða hugsanlegar staðsetningar til að eyða hveitibrauðsdögunum og er Cancún í Mexíkó ofarlega á blaði, nánar tiltekið griðarstaðurinn Oleo Cancun Playa, sem er miklu meira en bara hótel.

Oleo Cancun Playa er 4.5 stjörnu sumarleyfisstaður þar sem gestir koma til að láta dekra við sig frá A til Ö. Nóttin kostar í kringum 33 þúsund krónur og er mikið lagt upp úr því að gestum líði vel í þessu paradísar umhverfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur upp nýtt áhugamál eftir andlát Ozzy

Tekur upp nýtt áhugamál eftir andlát Ozzy
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ísland og Inga í aðalhlutverki í myndbandi nýjasta lags Bryan Adams

Ísland og Inga í aðalhlutverki í myndbandi nýjasta lags Bryan Adams
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lepur ekki dauðann úr skel – Mánaðartekjur Spelling afhjúpaðar í skilnaðarpappírum

Lepur ekki dauðann úr skel – Mánaðartekjur Spelling afhjúpaðar í skilnaðarpappírum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Viagra töflur kærastans hverfa en ekkert bólar á áhrifunum í svefnherberginu

Viagra töflur kærastans hverfa en ekkert bólar á áhrifunum í svefnherberginu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiginmaðurinn í Coldplay-skandalnum rýfur þögnina

Eiginmaðurinn í Coldplay-skandalnum rýfur þögnina
Fókus
Fyrir 4 dögum

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara