fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

Ódýrari útgáfan af Ófærð tilnefnd til virtra verðlauna

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 4. apríl 2019 17:00

Ófært - ódýrari útgáfan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auglýsingastofan Brandenburg hefur hlotið tilnefningu til alþjóðlegu auglýsingaverðlaunanna The One Show fyrir nýlega herferð sem stofan vann fyrir Orkuna. The One Show eru meðal virtustu auglýsinga- og hönnunarverðlauna í heimi, en í fyrra bárust til að mynda yfir 20 þúsund innsendingar í keppnina. Meðal fyrirtækja sem unnið hafa til The One Show verðlauna eru Samsung, Nike, Coca-Cola, Apple, Adidas og Proctor & Gamble.

Herferð Brandenburgar nefnist Ófært — ódýrari útgáfan og er tilnefnd í flokki kvikmyndaðra auglýsinga með undir hundrað þúsund dollara í framleiðslukostnað. Auglýsingunum var leikstýrt af tónlistar- og kvikmyndagerðarmanninum Ágústi Bent og þær sýndar samhliða annarri seríu af Ófærð á RÚV í upphafi árs 2019.

Um er að ræða tilnefningu á svokölluðum skammlista (e. shortlist), en seinna í mánuðinum mun koma í ljós hvort herferðin hlýtur verðlaun eða viðurkenningu.

Hægt er að horfa á allar auglýsingarnar í seríunni með því að smella hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Í gær

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul
Fókus
Fyrir 2 dögum

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu