Hamborgarakóngurinn Tómas A. Tómasson, oftast kallaður Tommi og kenndur við Búlluna, sýnir stæltan líkamann í nýrri auglýsingu á Instagram-síðu Hamborgarabúllunnar.
Tommi fagnar sjötugsafmæli sínu í næsta mánuði og er í rosalega góðu formi eins og myndin sýnir, en á henni endurgerir hann plötuumslag plötunnar AFSAKANIR með Auði.
Ástæða fyrir því að Tommi endurgerði þetta plötuumslag var sú að Hamborgarabúllan gaf miða á útgáfutónleika AFSAKANA í gær.