Á föstudögum spyrjum við nokkra Íslendinga hvað þeir ætla að gera um helgina. DV fékk Arnhildi Önnu, Fanney Dóru, Vigdísi Ósk og Töru Sóley til að deila með okkur helgarplönunum.
Arnhildur Anna:
„Ég ætla að lyfta þungum lóðum, slaka á með fjölskyldunni og taka til heima. Svo ætla ég líka að bjóða vinkonum mínum heim í mat og prófa að elda eitthvað annað en burrito. Spennandi!“
Vigdís Ósk Howser:
„Ég byrjaði helgina mína eiginlega í gær á að fara á risaopnun í Gropius Bau listasafninu í Berlín á sýningu sem heitirAnd berlin Will always need you. Það var mjög gaman. Sú bygging er frábær. Svo fór ég á tónleika með hljómsveitinni Balagan sem er með íslenskum bassaleikara. Í kvöld er ég að taka því rólega og bjóða vinum mínum í indónesískan mat, en ég var að koma frá Balí. Svo er ég að vinna á nýjum bar laugardagskvöld svo er aldrei að vita að maður kíki á Berghain í sveiflu á sunnudagskvöld.“
Fanney Dóra:
„Ég ætla nú bara að eiga rólega helgi. Fara í ræktina, læra, vinna og mögulega kíkja út í góðra vinahópi. Svo er ég líka að fara í matarboð.“
Tara Sóley:
„Að mestu leyti er ég bara að fara vinna í tónlistinni, alveg mega spennó, nýtt stöff á leiðinni og svona. Verð meðal annars dómari á söngkeppni Samfés, sem er einnig mjög skemmtilegt. Svo veit maður aldrei hvort maður hendi sér í eina mini roadtrip. Anda léttar, sjá eitthvað fallegt, hlusta á góða músík og allt það.“