fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fókus

Tanja Ýr fékk óhugnaleg skilaboð á Instagram: „Brenndu í helvíti“

Fókus
Þriðjudaginn 12. mars 2019 23:00

Virkilega óhugnalegt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fegurðardrottningin Tanja Ýr er nýlega komin heim úr löngu ferðalagi um Marokkó ásamt kærasta sínum, Agli Fannari, og hefur verið dugleg að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með ferðinni.

https://www.instagram.com/p/Bu14UCSAR-b/

Það má með sanni segja að Tanja hafi birt gjörsamlega stórbrotnar myndir úr ferðinni og líklegast margir fylgjendur hennar sem hafa sett Marokkó á lista yfir drauma áfangastaði framtíðarinnar.

Það er hins vegar ekki tekið út með sældinni að vera áhrifavaldur á samfélagsmiðlum, en í sögu sinni deilir Tanja tvennum athugasemdum sem hún hefur fengið á myndir sínar frá notanda sem kallar sig moorishafricangirl. Notandinn er ekki par sáttur við veru Tönju í Marokkó.

Athugasemdirnar umræddu.

„Þú lítur meira út eins og tík en drottning,“ skrifar notandinn við eina mynd og við aðra skrifar hann:

„Tík, hypjaðu þig úr landinu mínu og brenndu í helvíti.“

Tanja virðist taka þessum skilaboðum létt og skrifar einfaldlega „smekklegt“ við þær og þrjá broskalla sem gráta þeir hlæja svo mikið.

Þess má geta að Tanja og Egill bjuggu til myndbandsblogg um ferðina til Marokkó, sem horfa má á hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sydney Sweeney sleppti brjóstahaldaranum – Djarfasti klæðaburður hennar til þessa

Sydney Sweeney sleppti brjóstahaldaranum – Djarfasti klæðaburður hennar til þessa
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skilnaðarlögfræðingur um hvort karlar eða konur halda meira framhjá – Svarið gæti komið þér á óvart

Skilnaðarlögfræðingur um hvort karlar eða konur halda meira framhjá – Svarið gæti komið þér á óvart
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einn sögufrægasti áningarstaður landsins kominn á sölu – Eigendur stefna á ný mið

Einn sögufrægasti áningarstaður landsins kominn á sölu – Eigendur stefna á ný mið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti
Fókus
Fyrir 5 dögum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjötugur og faðir í áttunda sinn

Sjötugur og faðir í áttunda sinn