Tónlistarkonan Hafdís Huld er gengin átján vikur með annað barn sitt og eiginmanns hennar, Alisdair Wright. Þetta tilkynnir Hafdís á Twitter með textanum: „Við erum með gleðitíðindi.“ Með fylgir falleg bumbumynd af tónlistarkonunni.
Hafdís og Alisdair gengu í það heilaga árið 2017 og eiga fyrir eina dóttur sem er sex ára.
We have some happy news ….. pic.twitter.com/zIxmmLKQj1
— Hafdis Huld (@HafdisHuld) February 28, 2019
Fókus óskar fjölskyldunni innilega til hamingju.