fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fókus

Meghan heiðrar Díönu prinsessu á einstakan hátt

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 22. janúar 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meghan Markle heillar viðstadda hvar sem hún kemur, síðasta miðvikudag mætti hún ásamt eiginmanninum, Harry Bretaprinsi, á galaviðburð Cirque du Soleil í Royal Albert Hall.

Viðburðurinn var til styrktar samtökum Harry, Sentebale, sem styður við börn í Afríku, sem smituð eru af HIV veirunni.

Meghan var klædd í dökkbláan pallíettukjól hannaðan af Roland Mouret og sem fylgihlut valdi hún armband sem var áður í eigu Díönu prinsessu.  Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Meghan ber armbandið, en hún bar það í fyrstu opinberu heimsókn sinni með Harry, þegar þau heimsóttu Sidney í Ástralíu í október.

Armbandið er gyllt og gullfallegt með bláum steinum í.

Díana prinsessa við Alfred Dunhill verslunina í Mayfair, London, maí 1994.
Meghan Markle við móttöku í Sydney, Ástralíu, október 2018.

Líklegt er að skartgripir og stíll lafði Díönu heitinnar falli Meghan í geð, en í maí bar hún hring Díönu í brúðkaupsmóttöku sinni, en hann hefur hún borið nokkrum sinnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Bað kærustuna um að senda vini sínum nektarmyndir – Það kom í bakið á honum

Bað kærustuna um að senda vini sínum nektarmyndir – Það kom í bakið á honum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jennifer Lopez meinaður aðgangur að Chanel verslun – Viðbrögð hennar komu á óvart

Jennifer Lopez meinaður aðgangur að Chanel verslun – Viðbrögð hennar komu á óvart
Fókus
Fyrir 5 dögum

Martröð fyrirsætunnar: Fékk óhugnanleg skilaboð frá móður sinni degi áður en henni var rænt

Martröð fyrirsætunnar: Fékk óhugnanleg skilaboð frá móður sinni degi áður en henni var rænt
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einar Bárðar á tímamótum: „Þetta er helvíti fínt skal ég segja ykkur“

Einar Bárðar á tímamótum: „Þetta er helvíti fínt skal ég segja ykkur“