fbpx
Fimmtudagur 13.ágúst 2020
Fókus

Vertu með í jóladagatali HIITFIT – Miðlalaus miðvikudagur

Sara Barðdal Þórisdóttir
Miðvikudaginn 19. desember 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Barðdal Þórisdóttir er ÍAK einkaþjálfari, heilsumarkþjálfi og stofnandi hiitfit.is. Hún hjálpar konum að verða heilsuhraustari og hamingjusamari í gegnum námskeið og þjálfanir á vegum hiitfit.is 

Í desember er jóladagatal á síðunni þar sem þú færð hugmyndir af stuttum og raunsæjum skrefum til þess að halda líkamlegri og andlegri heilsu í góðu jafnvægi fram að jólum – og inn í nýja árið.

Glugginn fyrir 12. desember bauð upp á góða reglu:

Miðlalaus miðvikudagur

Af hverju?

Hversu langt er síðan þú tókst þér pásu frá samfélagsmiðlum, símanum, tölvunni og sjónvarpinu? Öllu á sama tíma?

Eftir að hafa gefið góða samverustund síðustu helgi ætlum við að halda áfram sömu átt og viljum nú hvetja þig til þess að eiga miðlalausan miðvikudag. Hraðinn er svo mikill og manni finnst maður knúinn til þess að vera alltaf tengdur. En það er ótrúlegt frelsi að finna að það er ekki nauðsyn að vera alltaf til taks, alltaf laus, og alltaf online. Taktu frá kvöldið fyrir þig – og bara þig – kveiktu á kerti, hugleiddu og hlustaðu á notalega jólatónlist – án þess að hafa símann í höndunum, farðu í langt bað og skildu klukkuna eftir frammi, skríddu svo undir sæng eða teppi með uppáhaldsbókina þína sem mögulega er búin að sjá um að safna ryki fyrir þig í þó nokkurn tíma.

Hvað er það sem þú nýtur virkilega að gera en gefur þér ekki endilega tíma í? Í kvöld skaltu setja það á dagskrá!

Í Valkyrjunum vinnum við mikið með mikilvægi þess að gefa okkur tíma til að njóta okkar og gera vel við okkur sjálfar. Sumum finnst erfitt að vera eigingjörn á tímann sinn og fá samviskubit yfir því að vera að taka tímann frá fjölskyldu, börnum og þeim verkum sem sitja bara og bíða. En veistu hvað, þvotturinn fer ekki neitt þó svo þú gefir þér eitt kvöld í sjálfa þig, og það sem gerist á Facebook í kvöld verður þar líka í fyrramálið. Það sem gerist þegar maður gefur sér tíma í sig sjálfa er að það verður auðveldara að gefa meira af sér til þeirra sem í kringum þig eru og einhvernveginn verður auðveldara að takast á við allskonar daglega hluti sem ekki eru endilega þeir skemmtilegustu. Finndu hugarrónna sem felst í því bara að slökkva, vera offline og ótengd í heila kvöldstund. Og njóttu þess!

Prófaðu þetta á eigin skinni í kvöld – kúplaðu þig út og gefðu þér tíma í sjálfa þig – hver veit nema miðlalaus miðvikudagur verði vikulegur atburður héðan í frá!

Skrá má sig í jóladagatalið hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Margir feður sem teldu það tómt rugl að hætta í skóla til þess að láta berja sig“

„Margir feður sem teldu það tómt rugl að hætta í skóla til þess að láta berja sig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „RIP sumar 2020“

Vikan á Instagram: „RIP sumar 2020“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er eins og hún geti ekki sætt sig við „nýju konuna“ sem er núna orðin stjúpmóðir barna hennar“

„Það er eins og hún geti ekki sætt sig við „nýju konuna“ sem er núna orðin stjúpmóðir barna hennar“
Fókus
Fyrir 1 viku

Ingó Veðurguð einhleypur á ný

Ingó Veðurguð einhleypur á ný
Fókus
Fyrir 1 viku

Undratækið sem Solla notar alla morgna – „Jafn mikilvægt og að bursta tennurnar“

Undratækið sem Solla notar alla morgna – „Jafn mikilvægt og að bursta tennurnar“
Fókus
Fyrir 1 viku

Mynd Tönju Ýrar vekur kátínu – Sérð þú hvað er athugunarvert við myndina?

Mynd Tönju Ýrar vekur kátínu – Sérð þú hvað er athugunarvert við myndina?
Fókus
Fyrir 1 viku

Alda Coco segist hafa verið kölluð „drusla, feik, heimsk og trans“

Alda Coco segist hafa verið kölluð „drusla, feik, heimsk og trans“