fbpx
Föstudagur 15.október 2021
Fókus

Vísindamenn gleyptu Lego hausa til að sjá hvað þeir væru lengi að skila sér

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 13. desember 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hefur þú ekki oft pælt í því hvað Lego haus er lengi að fara meltingarveginn? Þökk sé vísindamönnum í Ástralíu og Bretlandi þá þarftu ekki að klóra þér lengur í hausnum yfir þessu, því þeir gleyptu Lego hausa og könnuðu svo saurinn hjá sér, allt í nafni vísindanna sjáðu til!

Sex vísindamenn á sviði barnalækninga gleyptu hver og einn einn Lego haus og skráðu síðan hjá sér hversu lengi hann var að skila sér út um hinn endann.

„Á eftir smápeningum, þá eru lítil leikföng algengasti hluturinn sem ungbörn gleypa,“ segir í skýrslu þeirra, en fáar rannsóknir eru hins vegar til um efnið og hversu lengi hlutirnir eru að skila sér út.

Tveir nýir mælikvarðar urðu til: SHAT (Stool Hardness and Transit), sem mældi þéttleika saursins, og FART (Found and Retrieved Time), sem mældi hversu langan tíma hausinn var að skila sér.

Meðaltal FART var 1,7 dagar, á meðan SHAT mælingar fyrir og eftir að hausarnir voru gleyptir breyttist ekki.

Það er áhugavert að einn vísindamannanna fann aldrei sinn Lego haus, jafnvel ekki tveimur vikum síðar.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í nýjasta eintaki Journal of Paediatrics and Child Health, en rétt er þó að taka þeim með fyrirvara. Um fullorðna einstaklinga er að ræða, sem gleypa lítinn plasthlut, þannig að niðurstöðurnar gefa ekki raunsæja mynd af hvað gerist hjá barni sem gleypir sams konar hlut, aðeins vísbendingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Atli Fannar færir út kvíarnar og byrjar nýtt viðskiptaævintýri

Atli Fannar færir út kvíarnar og byrjar nýtt viðskiptaævintýri
Fókus
Í gær

Óvænta símtalið sem eiginmaður Brittany Murphy hringdi eftir dularfullt andlát hennar

Óvænta símtalið sem eiginmaður Brittany Murphy hringdi eftir dularfullt andlát hennar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sykurmamma borgar mun yngri kærastanum 2,6 milljónir á mánuði -„Hann gerir hvað sem ég vil“

Sykurmamma borgar mun yngri kærastanum 2,6 milljónir á mánuði -„Hann gerir hvað sem ég vil“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kim Kardashian deilir stærstu mistökunum sem hún hefur gert sem foreldri

Kim Kardashian deilir stærstu mistökunum sem hún hefur gert sem foreldri