fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fókus

Gríðarleg vinna hjá Tönju að vera samfélagsmiðlastjarna – „Eyði örugglega 3 tímum á dag bara í að svara skilaboðum“ – Klukkutími fór í að mynda blöðrumynd

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 3. nóvember 2018 15:30

Mynd: Instagram.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tanja Ýr Ástþórsdóttir, samfélagsmiðlastjarna og fyrrum Ungfrú Ísland 2013 og unnusti hennar Egill Halldórsson, eigandi viðburðafyrirtækisins Wake Up Reykjavík, njóta mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum, en fjölmargir fylgja þeim á Snapchat og Instagram. Þar deila þau lífi sínu með fylgjendum sínum og fá einnig greitt fyrir að segja frá hinum ýmsu vörum.
 
Parið er í þriðja þætti Sítengd-veröld samfélagsmiðla sem sýndur er á RÚV á sunnudagskvöld kl. 20.35.
 
Tanja Ýr segir að áhrifavaldur sé meiri vinna en fólk gerir sér grein fyrir. Hún eyðir talsverðum tíma á hverjum degi í að svara fylgjendum sínum sem spyrja um allt milli himins og jarðar: hvernig hún gerir hárið á sér, hvað hún borðar í morgunmat og margt fleira.
Mynd: Instagram.
 
Þar sem líf parsins snýst að miklu leyti um samfélagsmiðla, er ljóst að vanda þarf til verka til að halda vinsældum og fylgjendum.
 
„Eitt erfiðasta sem ég veit um er þegar við Tanja vorum að byrja saman. Eftirminnilegasti dagurinn minn var Valentínusardagurinn, það var mjög erfiður pakki. Tanja á afmæli, svo Valentínusardagur og konudagur á einni viku eða eitthvað. Þetta var fyrsti Valentínusardagurinn okkar saman. Ég kem með svona “huge” blöðru, kom henni varla fyrir í bílnum mínum. Ég er að fara bjóða henni út að borða og er geðveikt spenntur en svo erum við klukkutíma – einn og hálfan, að taka myndir af Tönju með þessa blöðru,” segir hann hlæjandi.
Mynd: Instagram.
 
„Án hans þá hefði ég kannski ekki getað tekið svona ótrúlega margar myndir og deilt svona mörgum myndum. Og flottum líka, hann er alltaf að læra gera betur og kann örugglega bara meira en ég á myndavélarnar og svoleiðis,“ segir Tanja.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Er fræga og ríka fólkið líklegra til að fá Lyme-sjúkdóminn?

Er fræga og ríka fólkið líklegra til að fá Lyme-sjúkdóminn?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Missti allt í hruninu en opnaðist í kjölfarið og fór að tala við Guð – „Ég hef alltaf verið skyggn. Ég bara vissi það ekki“

Missti allt í hruninu en opnaðist í kjölfarið og fór að tala við Guð – „Ég hef alltaf verið skyggn. Ég bara vissi það ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir starfsfólk Ellen DeGeneres hafa „kippst við“ af ótta á tökustað

Segir starfsfólk Ellen DeGeneres hafa „kippst við“ af ótta á tökustað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sláandi upplýsingar í nýrri bók – Drykkja Elísabetar drottningarmóður á meðgöngu hafði alvarlegar afleiðingar

Sláandi upplýsingar í nýrri bók – Drykkja Elísabetar drottningarmóður á meðgöngu hafði alvarlegar afleiðingar
Fókus
Fyrir 1 viku

Vekur reiði með umdeildu tónlistarmyndbandi – Heimilisofbeldi og klám

Vekur reiði með umdeildu tónlistarmyndbandi – Heimilisofbeldi og klám
Fókus
Fyrir 1 viku

„Þegar ég hitti annað fólk sem á sömu lífsreynslu gerist eitthvað, þar sem báðir aðilar skilja hvað hinn hefur upplifað“

„Þegar ég hitti annað fólk sem á sömu lífsreynslu gerist eitthvað, þar sem báðir aðilar skilja hvað hinn hefur upplifað“