fbpx
Laugardagur 17.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Gunner og vinur hans létust eftir eina pillu – „Hann fékk ekki tækifæri til að lifa“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 23. nóvember 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja er faraldur á Íslandi og hafa fjölmörg ungmenni dáið af neyslu þeirra lyfja. Ísland er þó ekki eina landið sem glímir við þennan faraldur og í einlægri færslu sem Brandi Bundrick Nishnick, sem býr í San Diego í Kalifroníu, skrifar á Facebook, segir hún sögu Gunner, bróðursonar síns. Gunner og vinur hans létust í nóvember eftir neyslu á lyfjum, þeir voru 19 ára gamlir.

Facebook-færsla Brandi er hér fyrir neðan í íslenskri þýðingu: 

Í fyrsta lagi vil ég þakka öllum fyrir þá ást og stuðning sem okkur hefur verið sýnd á erfiðustu stundu sem okkar fjölskylda hefur upplifað.
Eins og flest ykkar vita þá misstum við frænda minn, Gunner, 3. nóvember. Andlát hans kom okkur öllum í opna skjöldu, og ég er fullviss um að enginn getur undirbúið sig fyrir svona atvik.
Mig hefur langað til að senda skilaboð eða skrifa eitthvað svo allir geti skilið hvað gerðist, ég veit að fólk er forvitið og að mestu af réttri ástæðu. Ég veit að flest ykkar hafa áhyggjur af minni velferð og fjölskyldu minnar. Ég kann að meta það.

Ég tel mikilvægt að segja sögu Gunner af þremur ástæðum:
*Gunner var einstakur drengur sem átti skilið líf sem hann fékk ekki tækifæri til að lifa þannig að ég skulda honum það að segja sögu hans
*Mig langar að hreinsa upp allar kjaftasögurnar og segja frá staðreyndunum
*Saga Gunner gæti bjargað lífi barnsins þíns, þannig að endilega deildu sögu hans

Saga Gunner í stuttu máli:
Hann fór út með vinum sínum á föstudagskvöldi. Þeir komu seint heim, í hús bróður míns, og vöktu lengi, fengu sér pizzu og spiluðu tölvuleiki eins og 19 ára drengir eiga til að gera.
Á ákveðnum tímapunkti þetta kvöld tóku Gunner og vinur hans pillu, sem heitir Percocet. Mjög vinsæl og mjög aðgengileg verkjatafla.
Gunner átti sér enga sögu um lyfjanotkun, var aldrei vandræðabarn, hann var stjörnuíþróttamaður, yndislegur sonur og bróðir og elskaður í nærsamfélagi sínu.
Við vitum ekki af hverju hann ákvað að taka pillu þetta kvöld. Það eina sem okkur dettur í hug er forvitnin að vita hvernig væri að vera í vímu. En við getum bara giskað á það.
Vinur hans tók aðra pillu.
Báðir létust samstundis að við teljum. Báðir fóru að sofa og vöknuðu ekki aftur. Það er það eina jákvæða, að hann fann ekki til sársauka og þjáðist ekki. (Þó að sé sérstakt að nota orðið jákvætt í þessum aðstæðum).

Mágkona mín, móðir Gunner, fann drengina næsta morgun. Hún og dætur hennar reyndu endurlífgun, án árangurs. Báðir drengirnir höfðu verið látnir í nokkra klukkutíma, og það var ekkert sem þær eða sjúkraflutningamennirnir gátu gert.
Pillurnar sem þeir tóku innihéldu fentanyl. Við erum enn að bíða eftir niðurstöðum, en það eru líkur á að þær hafi innihaldið meira en 50% fentanyl. Það er nógu mikið eitur til að drepa 10 fullvaxta karlmenn. Samkvæmt lögreglumanninum sem rannsakar mál Gunner, þá duga tvö korn af fentanyl til að drepa einn fullorðinn einstakling.
Hugsaðu þér!

Gunner átti aldrei tækifæri.
Ég deili sögu Gunner af því að hann átti allt lífið framundan. Hann átti sér markmið og vonir. Hann langaði að verða pabbi. Hann ætlaði að spila fótbolta og körfubolta áfram í háskóla. Hann vildi fara í skot- og fiskveiði með afa sínum. Gunner var ekki tilbúinn að fara.

Ein röng ákvörðun, ein heimskuleg mistök voru það sem var nóg.
Gunner átti aldrei tækifæri.
Það er eðlilegt að vera forvitinn og langa til að „prófa“ hluti á Gunner aldri. Munið þið þegar við vorum yngri og fiktuðum með sígarettur? Tímarnir eru breyttir í dag. Ungmenni eru að fikta með lyf af því að þau halda að þau séu örugg. Þau sjá þau í lyfjaskápum foreldra sinna, eftir að þau fá þeim ávísað eftir slys eða annað, lyfin virðast saklaus.

Þetta eru ekki lyfin úr skáp foreldra ykkar. Þau eru búin til í bílskúr hjá einhverjum sem vill græða, græða á lífi ungmenna okkar.
Fikt má ekki eiga sér stað. Hjá neinum.
Þetta snýst um líf og dauða.
Þú sérð ekki fentanyl, þú finnur ekki lyktina af því.

Segið börnum ykkar sögu Gunner. Sýnið þeim myndina af honum.
Ég get ekki lýst fyrir ykkur sársaukanum sem bróðir minn, mágkona og systur Gunner eru að ganga í gegnum, sársauki sem mun aldrei hverfa. Hjartasár sem mun aldrei gróa. Líf sem verður aldrei aftur. Fallegt líf. Farið að eilífu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Auðunn kveður Hjörvar: „Þín verður sárt saknað vinur!“

Auðunn kveður Hjörvar: „Þín verður sárt saknað vinur!“
Fókus
Í gær

Risaskjáir Ed Sheeran voru teknir niður á síðustu stundu – Öryggi gesta ógnað

Risaskjáir Ed Sheeran voru teknir niður á síðustu stundu – Öryggi gesta ógnað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Miley Cyrus á krossgötum: Nýskilin, kaupir íbúð fyrir 300 milljónir og byrjuð með stelpu

Miley Cyrus á krossgötum: Nýskilin, kaupir íbúð fyrir 300 milljónir og byrjuð með stelpu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Keypti kjól á netinu og sá eftir því: „Hvernig getur einhver með haus klæðst þessu?“

Keypti kjól á netinu og sá eftir því: „Hvernig getur einhver með haus klæðst þessu?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vikan á Instagram: „Vaskaðu upp Bubbi“

Vikan á Instagram: „Vaskaðu upp Bubbi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dóttir Örnu Ýrar og Vignis Þórs komin með nafn

Dóttir Örnu Ýrar og Vignis Þórs komin með nafn