fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

Fjórða Naked Gun myndin í vinnslu – verður Bill Hader nokkuð Drebin?

Tómas Valgeirsson
Þriðjudaginn 23. október 2018 10:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórða kvikmyndin í hinni stórvinsælu seríu The Naked Gun hefur fengið grænt ljós. Þetta staðfesti leikstjórinn David Zucker, sem átti hönd í þríleiknum. Fyrsta myndin fagnar 30 ára afmæli sínu í ár en þar reyndi óborganlega rannsóknarlögreglan Frank Drebin að koma í veg fyrir tilræði við Elísabetu aðra Englandsdrottningu.

„Við erum að vinna í þeirri fjórðu,“ segir Zucker í samtali við fréttavefinn Little White Lies. „Fólk virðist enn taka vel í þennan ærslahúmor.“

Naked Gun serían er á meðal þekktari verka kanadíska leikarans Leslie Nielsen, en hann lést veturinn 2010.

Nielsen lék í fleiri en 100 kvikmyndum og fjölda sjónvarpsþátta á ferli sem spannaði um sextíu ár. Hann hóf ferilinn sem dramatískur leikari en á níunda áratug síðustu aldar sneri hann sér í auknum mæli að gamanleik. Kvikmyndirnar um Drebin eru byggðar á gamanþáttunum Police Squad frá árinu 1982 eftir Jim Abrahams, Jerry Zucker og David Zucker.

Að sögn Zuckers hefur ekki verið gerð ærslafull grínmynd í tæpan áratug, að minnsta kosti slík sem tekur vitleysuna á hæsta stig en persónurnar alvarlega. Þá segir hann að nýja myndin muni einblína á son Franks.

Sagan er sögð fjalla um rússneskan glæpakóng sem hefur myrt Frank Drebin og svarið þann eið að ganga frá fleiri meðlimum Drebin-fjölskyldunnar. Glæpaforinginn gengur þá í hvern og einn með eftirnafnið Drebin úr símaskránni en áttar sig ekki á því að sonur Franks og móðir hans (leikin af Priscillu Presley) eru komin í vitnavernd. „Meðlimir leyniþjónustunnar CIA hafa þá samband við Frank yngri og vilja nota hann sem tálbeitu til að fanga glæpaforingjann,“ segir Zucker og bætir við að útkoman verði stæling á Bourne-myndunum, James Bond og Mission: Impossible.

Enn er ekkert vitað til um útgáfudag þar sem Naked Gun 4 (sem mun væntanlega koma til með að heita eitthvað annað) er enn á forvinnslustigi. Handritið er hins vegar tilbúið og er í umsjón Zuckers ásamt Pat Proft og Mike McManus, en báðir tveir eru vel skólaðir í svonefndum vitleysugrínmyndum.

Aðspurður um hver kæmi til greina sem arftaki Nielsen segir leikstjórinn að ekkert sé staðfest. Hins vegar eru aðstandendur hrifnir af því að snara grínleikarann Bill Hader, sem að sögn Zuckers býr yfir bæði húmornum og leikgetunni sem þarf til að útkoman gangi upp.

Á meðan við bíðum eftir nánari fregnum skulum við rifja upp nokkur gullkorn úr upprunalegu myndinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Í gær

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul
Fókus
Fyrir 2 dögum

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu