fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fókus

Ragga nagli – „Hvað er heilsusamlegt líferni?“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 8. október 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þessum fjallar hún um hvað heilsusamlegt líferni er.

Hvað er heilsusamlegt líferni?

Að stilla klukkuna á óguðlega og vera mættur á brettið í ræktinni klukkan núllsex.

Eða sofa út til átta af því þú varst í gleðskap.

Hvort er heilsusamlegt mataræði?

Að svolgra grænkálssjeik í hádeginu.

Eða fara út með Lóu vinkonu í börger af því þú nennir ekki að elda.

Hvað er heilsusamlegt kvöld?

Að fara í jógatíma eftir kvöldmat.

Eða púlla upp joggingbuxurnar og Netflixa kvöldið í döðlur.

Að fara út að skokka eftir vinnu.

Eða dúllast í Smáralind með mömmu gömlu?

Svarið er allt að ofanverðu.

Það er margjórtruð tugga að heilsan snúist um að hreyfa skankana og gúlla hollustu.

En heilsan er líka að hlusta á líkamann og hvíla okkur.
Að sofa út þegar við erum þreytt
Að sinna félagslegum tengslum.

Að rækta frændgarðinn.
Að mynda djúpar samræður.
Að slaka á.

Það er ekki gott að sofa alltaf út, fara aldrei í ræktina, slafra fröllur og bernes í hverju hádegi og hámhorfa á allar seríur á Netflix.

Það er heldur ekki heilsusamlegt að hamast ómanneskjulega oft og mikið í ræktinni
Það er ekki heilsusamlegt að vera með matarkvíða og forðast veislur og saumaklúbba.
Að láta félagslífið sitja á hakanum því þú ert að drukkna í verkefnum.

Heilsa er að finna hið gullna jafnvægi í að sinna grunnstoðum heilsunnar.

Hreyfing
Mataræði
Félagslíf
Jákvæð hugsun
Streita
Svefn

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife