fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fókus

BÓKMENNTIR: Svikaskáldin fimm senda frá sér fagnaðarsöngva á morgun

Margrét Gústavsdóttir
Mánudaginn 18. júní 2018 09:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er fagnaðarsöngur er nýtt ljóðverk eftir svikaskáldin Fríðu Ísberg, Melkorku Ólafsdóttur, Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur, Sunnu Dís Másdóttur og Þóru Hjörleifsdóttur.

Bókin kemur út á kvennafrídaginn, þriðjudaginn 19. júní, og verður útgáfunni fagnað í Mengi, Óðinsgötu 2, sama dag milli kl 17 og 19.

Þar munu skáldin lesa upp úr verkinu.

Boðið verður upp á léttar veitingar og áhugasömum gefst kostur á að fjárfesta í eintaki af bókinni. Einnig má tryggja sér ljóðverkið fyrirfram á svikaskald.com og sækja bók í hófið.

Bókin er annað ljóðverk Svikaskálda, sem sendu í fyrra frá sér verkið: Ég er ekki að rétta upp hönd.

Svikaskáld er sex kvenna ljóðakollektív, skipað áðurnefndum höfundum og Þórdísi Helgadóttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Látinn bókaunnandi blæs í glæður bóklesturs

Látinn bókaunnandi blæs í glæður bóklesturs
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heimafólk sló „velferðarskjaldborg“ um gesti þjóðhátíðar

Heimafólk sló „velferðarskjaldborg“ um gesti þjóðhátíðar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hafa áhyggjur af Kate Perry í örmum kvennabósans Justin Trudeau

Hafa áhyggjur af Kate Perry í örmum kvennabósans Justin Trudeau
Fókus
Fyrir 5 dögum

Efasemdarraddirnar þagnaðar – The Naked Gun slær í gegn hjá bíógestum og gagnrýnendum – „Ein af fyndnustu myndum síðari tíma“

Efasemdarraddirnar þagnaðar – The Naked Gun slær í gegn hjá bíógestum og gagnrýnendum – „Ein af fyndnustu myndum síðari tíma“