fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Eyjan

Birgir Dýrfjörð skrifar: Að nugga sér utan í Krist

Eyjan
Föstudaginn 26. janúar 2024 11:00

Birgir Dýrfjörð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Loka ber landinu tímabundið fyrir hælisleitendum.

Neyðarástand í Grindavík kallar á neyðarráðstafanir.“

Þessi ofanritaði texti er birtur með stækkuðu letri í grein Birgis Þórarinssonar, Mbl. 20.1.24. Í greininni kynnir þessi prestslærði maður sig sem alþingismann Sjálfstæðisflokksins.

Engin kjósandi Sjálfstæðisflokksins hefur þó kosið þennan mann, aldrei.

Kjósendur Miðflokksins kusu hann til Alþingis og fólu honum umboð sitt og síns flokks.

Birgir sveik allt það saklausa fólk, níddist á trúnað þess og misnotaði hann með valdbeitingu.

Hann tróð sér sem boðflenna inn í þingflokk Sjálfstæðisflokksins, sem situr nú uppi með þessa endurholdguðu afturgöngu úr Miðflokknum og bíður í von, að sagt er, að draugurinn hverfi.

Jafnvel syndlaus maður með aflátsbréf frá biskupi – upp á heila kirkju –  getur ekki ætlast til að fólk sem hann gabbaði að kjósa sig og sveik svo fyrr en haninn gól tvisvar, muni fyrirgefa honum.

Nú vill Birgir Þórarinsson boðflenna, sem segist vera þingmaður sjálfstæðisfólks, sem aldrei hefur þó kosið hann. Nú skrifar hann blaðagreinar sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins og gerir ljóta aðför að skjóli þess flóttafólks sem hefur fengið samþykki fyrir því að nánir ættingjar þess, feður, mæður, systur, bræður og nánir ástvinir geti komið til Íslands.

Til að það megi takast þarf atbeina Íslenskra yfirvalda. Viðvera fólksins í tjöldunum á Austurvelli er lifandi bænakall til Alþingis um hjálp.

Lifandi bænakall fólks sem dvelur í algjörri örvæntingu og einsemd, sem reynir að sækja sér styrk í samvistir hvað með öðru. Eina huggun þess er trú og bænir og kærleikur náungans, á Íslandi.

Dómkirkjan

Nú hefur Birgir Þórarinsson, Ásmundur Friðriksson og fleiri á þeim haugi, sem hreykjast í trú sinni, nú hafa þeir fundið hjá sér hvöt að veitast að þessu umkomulausa  fólki.

Þeir hafa það sem rök í árásum sínum að tjaldskýli hrakhólafólks séu á sömu lóð og Dómkirkjan í Höfuðborginni. Þeir segja það vanvirðingu sem Alþingi verði að stöðva.

Nærveran við Dómkirkjuna ber samt í sér svarið sem þessum mönnum er enn hulið.

Frá upphafi hefur verið predikuð og kennd í Dómkirkjunni dæmisaga Jesú Krists um miskunnsama Samverjann. Samverjar voru fyrirlitnir meðal gyðinga. Þó notar Jesús þá sem öxulinn í sögunni.

Í lok sögunnar spurði Jesús: „Hver þessara manna kom fram við særða manninn eins og náunga sinn?“ Og svarið var: „Sá sem hjálpaði honum.“

Þá sagði Jesús: „Farðu og gerðu það sama.“

Það er kannski ljótt að segja, að þegar ég rifja upp þessa sögu og bendi þessum trúuðu mönnum á hana sem fyrirmynd, þá finnst mér það vera eins og að kasta perlum fyrir svín.

Aumast af öllu aumu.

„Neyðarástand í Grindavík kallar á neyðarráðstafanir,“ skrifar guðfræðingurinn í Morgunblaðið.

Ég held að engir á Íslandi skilji betur en Grindvíkingar hvað það er mikils virði að koma saman og gefa og þiggja styrk hvert af öðru.

Ég held að þeir skilji öðrum betur hvað þær samverustundir eru dýrmætar þeim sem þjást.

Og tillögur Guðfræðingsins eru skýrar. Það á að loka landinu fyrir svona lýð svo hægt verði að veita Grindvíkingum nægan stuðning. Undir hylmingu kærleika skal það ljóta verk unnið.

Hér er neyð Grindvíkinga notuð sem réttlæting fyrir árásum á örvinglað fólk sem biður um hjálp til að börn og foreldrar nái að vera saman.

Grindvíkingum er lítill greiði gerður með slagorðum Guðsmannsins þegar hann heldur því fram, að vegna dekurs við tjaldbúanna á Austurvelli sé ekki fært að styðja íbúa í Grindavík.

Ásmundur á snærum Guðs

Ásmundur Friðriksson, þingmaður, segist vera uppalinn í Hvítasunnusöfnuði. Hann lætur ekki sitt eftir liggja í furðuskrifum guðfræðingsins Birgis Þórarinssonar. Ásmundur skrifar í Moggann 16.jan. um Palestínumenn, að grunur væri uppi um undirbúning hryðjuverka í Danmörku!

Í greininni skrifar hann um tjaldbúana á Austurvelli og afdráttarlausan stuðning þeirra við fyrirhuguð hryðjuverk í Danmörku!!

Hann skrifar: „Þetta er sem sagt að finna í hópi tjaldbúanna sem studdir eru af þingmönnum.“

Áfram skrifar Ásmundur um Íslenska þingmenn. „Er það mögulega svo að þessir þingmenn vilji ekki gera allt sem í valdi Alþingis stendur til að koma í veg fyrir skipulagða glæpastarfsemi og mansal í landinu. Hverra hagsmuna eru þeir að gæta?“ Fólk spyr, hvað er að þessum manni?

Amma mín hefði áreiðanlega spurt, hvernig getur svona fólk orðið til?

Hegðun þessara manna minnir mig á vísu eftir Jón Helgason:

Ef allt þetta fólk fær í glitsölum himnanna gist
sem gerir sér mat úr að nugga sér utan í Krist,
Þá hlýtur sú spurning að vakna hvort mikils sé misst
þó maður að síðustu lendi í annarri vist.

Og svari nú hver fyrir sig.

Höfundur er rafvirki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar