fbpx
Miðvikudagur 15.maí 2024
Eyjan

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Eyjan
Mánudaginn 29. apríl 2024 07:00

Joe Biden.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið hefur verið rætt um aldur þeirra Joe Biden og Donald Trump, sem takast á um forsetaembættið í Bandaríkjunum, enda báðir komnir af léttasta skeiði og hafa margir áhyggjur af að aldur þeirra muni gera þeim erfitt fyrir við að gegna forsetaembættinu.

Joe Biden komið inn á háan aldur sinn nokkrum sinnum á síðustu vikum og á laugardaginn ræddi hann þetta á hinni árlegu samkomu The White House Correspondence Association fyrir fréttamenn.

„Já, aldurinn er umræðuefni. Ég er fullorðinn maður og ég er í framboði gegn sex ára,“ sagði Biden, sem er 81 árs, og vísaði þar auðvitað til Trump og þess að Biden telur hann hegða sér eins og barn

Að venju voru það fréttamenn, sem sækja reglulega fréttamannafundi í Hvíta húsinu, sem mættu í sínu fínasta pússi í veisluna.

Biden hefur reynt að draga upp þá mynd af sjálfum sér að hann sé stabíll og þroskaður. Trump er fjórum árum yngri en Biden það telur Biden ekki að veiti Trump heimild til að segja hann gamlan. „Aldur er raunar það eina sem við eigum sameiginlegt,“ sagði Biden.

Hann nefndi einnig annan mun á þeim tveimur: „Ég nýt stuðnings varaforsetans míns.“ Þar vísaði hann til þess að Mike Pence, sem var varaforseti Trump, hafi gagnrýnt Trump opinberlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Um 25 þúsund gestir heimsóttu Verk og vit

Um 25 þúsund gestir heimsóttu Verk og vit