Halla Tómasdóttir hefur boðað til blaðamannafundar í Grósku á morgun klukkan 12:00. Dagskrá fundarins samanstendur af ávarpi og stuttu samtali um embætti forseta Íslands.
Halla er rekstrarhagfræðingur og forstjóri B Team. Líklegt má telja að efni fundarins á morgun sé að tilkynna um framboð til embættis forseta Íslands, en Halla hefur verið orðuð við framboð undanfarið.
Hún bauð sig einnig fram árið 2016 þar sem hún hlaut 28 prósent atkvæða, næstflest atkvæði á eftir Guðna Th. Jóhannessyni sem hlaut 39 prósent.