fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Trump boðar „stórfrétt“ og birtir undarlega mynd

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. desember 2022 06:59

Svona lítur Trump út í myndbandinu. Skjáskot/Truth Social

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er von á „stórfrétt“ frá Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, í dag. Þetta tilkynnti hann í gær í 15 sekúndna myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðli sínum, Truth Social. Í myndbandinu segir hann að „Bandaríkin hafi þörf fyrir ofurhetju“ og undir þessu hljómar dramatísk tónlist.

„Ég kem með mikilvæg skilaboð á morgun. Takk fyrir,“ segir hann í myndbandinu. Því næst birtist mynd af Trump í ofurhetjubúningi. Hann rífur skyrtuna upp og afhjúpar þröngan búning með „T“ á bringunni. Einhverskonar lasergeislar skjótast úr brennandi augum hans.

Myndbandið hefur vakið mikla athygli og þykir mörgum það ansi undarlegt. New York Post, sem er íhaldssamt dagblað, segir það vera „furðulegt“.

Spurningin er hvort myndbandið og „stórfréttin“ tengist fyrirætlunum Trump um að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins 2024.

Ný skoðanakönnum, sem Wall Street Journal, lét gera sýnir að Ron DeSantis, ríkisstjóri í Flórída, nýtur nú stuðnings 52% stuðningsmanna Repúblikanaflokksins en 38% styðja Trump. DeSantis hefur ekki tilkynnt um framboð en orðrómar hafa lengi verið á kreiki um að hann hyggist taka slaginn.

Trump hefur verið í miklum mótvindi síðustu vikur og hvert vandræðamálið á fætur öðru hefur komið upp. Þar má meðal annars nefna ummæli hans um að það eigi að ógilda stjórnarskrá landsins til að hann geti strax tekið við forsetaembættinu. Það hefur einnig hneykslað fólk að hann snæddi saman með Kayne West og Nick Fuentes. West hefur verið mikið í fréttum fyrir neikvæð ummæli hans um gyðinga og Fuentes neitar því að Helförin hafi átt sér stað og er þekktur kynþáttahatari. Þá var Trump-samsteypan nýlega fundin sek um skattsvik í New York.

Árangur Repúblikana í þingkosningunum í nóvember þótti ekki góður. Þeim tókst ekki að ná meirihluta í öldungadeildinni en náðu meirihluta í fulltrúadeildinni. Hafa andstæðingar Trump bent á að þetta voru þriðju kosningarnar í röð, undir forystu Trump, þar sem Repúblikanar töpuðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Um átta af hverjum tíu óánægð með að Bjarni hafi sest í stól forsætisráðherra

Um átta af hverjum tíu óánægð með að Bjarni hafi sest í stól forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir