fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

SÞ vara við djúpri kreppu og hvetja seðlabanka til að hætta vaxtahækkunum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. október 2022 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslíf heimsins ef vestrænir seðlabankar halda áfram að herða fjármálastefnu sína. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UNCTAD, sem er sú stofnun SÞ sem fjallar um viðskipta- og þróunarmál.

Í skýrslunni er varað við því að núverandi peningastefna seðlabankanna geti sent efnahagslíf heimsins inn í efnahagslægð og tímabil kreppuverðbólgu sem muni valda meira tjóni en fjármálakreppan og heimsfaraldur kórónuveirunnar.

„Það er enn nægur tími til að forðast efnahagslægð. Þetta er spurning um pólitískt val og pólitískan vilja,“ sagði Rebeca Grynspan, hjá UNCTAD.

Í skýrslunni kemur fram að hert stefna í fjármála- og peningastefnu í iðnvæddum ríkjunum í bland við eftirköst heimsfaraldursins og stríðið í Úkraínu hafi nú þegar valdið efnahagslegri niðursveiflu sem geri að verkum að ólíklegt sé að mjúk lending náist.

Seðlabankar víða um heim eru byrjaðir að herða peningastefnu sína til að ná tökum á verðbólgunni en hún er víða mun hærri en hún hefur verið áratugum saman.

Nýjustu verðbólgutölur frá evrusvæðinu benda til að verðbólgan muni halda áfram að hækka en á ársgrundvelli mælist hún nú um 10%. Í Bandaríkjunum eru hins vegar teikn á lofti um að verðbólgan hafi toppað og sé nú hægt og rólega á niðurleið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn