fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

Undrast áhugaleysi á málefnum Sorpu – Mætti ein borgarfulltrúa á kynningarfund

Eyjan
Mánudaginn 26. september 2022 18:00

Það höfðu fáir sveitastjórnarfulltrúar áhuga á að skoða stöðuna í Sorpu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins, segist vera steinhissa á því hversu lítill áhugi er á kjörnum fulltrúum að kynna sér málefni Sorpu og hvernig staðan er á ýmsum umbótum sem verið er að vinna í. Í morgun fór fram kynning á starfseminni  fyrir kjörna fulltrúa í þeim sex sveitarfélögum sem eiga hlut í byggðasamlaginu. Aðeins Kolbrún mætti frá Reykjavíkurborg en að auki mættu tveir bæjarfulltrúar frá Kópavogsbæ og tveir frá Mosfellsbæ.

Hvert klúðrið hefur rekið annað í starfsemi Sorpu undanfarin ár og segir Kolbrún að það hafi verið afar upplýsandi að heyra og sjá hvernig staðan væri á þessum rekstri sem skattborgarar borga háar upphæðir í.

„Ég var ánægð með þessa ferð og umræðuna sem átti sér stað fyrir þær sakir helst að talað var tæpitungulaust um þau mörgu mistök sem áttu sér stað hjá SORPU á síðasta kjörtímabili. ,“ segir Kolbrún. Miðað við undirliggjandi hagsmuni segir Kolbrún það hafa komið sér verulega á óvart að mætingin hafi ekki verið betri. „Ég er sérstaklega undrandi á fulltrúm Framsóknar því borgarfulltrúar þess flokks hafa ekki fengið slíka kynningu áður,“ segir Kolbrún.

Greint var frá því í ágúst að Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefði svarað skriflegri fyrirspurn Kolbrúnar á fundi Borgarráðs með svo hvössum hætti að eftir var tekið. Í samtali við DV segir Kolbrún að enginn kali hafi verið til staðar, hún og Jón Viggó áttu gott spjall og mikilvægt sé að hittast með þessum hætti og ræða málin.

Hún segir að allt sé á réttri leið hjá Sorpu en innan tíðar verði hafin flokkun lífræns úrgangs við heimili og fyrirtæki.

„Flokkur Fólksins lagði fram tillögu árið 2019 um að taka upp þriggja tunnu flokkunarkefi og hefja flokkun lífræns úrgangs á söfnunarstað en viðbrögðin voru neikvæð. Það sjá þó allir núna að margt væri betra ef lagt hefði verið við hlustir þá og byrjað að flokka með þeim hætti strax,“ segir Kolbrún.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu