fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Eyrir fjárfestir fyrir 400 milljónir í Justikal

Eyjan
Miðvikudaginn 31. ágúst 2022 09:15

Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Eyris Vaxtar, Margrét Anna Einarsdóttir, forstjóri Justikal og Ólafur Einarsson, tæknistjóri Justikal, við undirritun samningsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Justikal mun stórefla þróun og byggja upp alþjóðlegt sölu- og markaðsteymi til að sækja á erlenda markaði. Stækkunin kemur í kjölfar 400 milljóna króna fjárfestingar frá Eyri Vexti.

Í tilkynningu kemur fram að hugbúnaðarlausn Justikal gerir lögmönnum og öðrum aðilum kleift að senda gögn rafrænt til dómstóla. Með lausninni geta málsaðilar fylgst með framvindu sinna mála í réttarkerfinu og fengið sjálfvirkar tilkynningar þegar nýir atburðir verða í málum sem tengjast þeim. Auk þessa er fjöldi annarra eiginleika í lausninni sem geta aukið afkastagetu aðila í réttarkerfinu og gert þeim kleift að vinna eftir þægilegri og nútímalegri vinnuaðferðum en áður hefur þekkst.

Lausnin hefur verið í þróun síðastliðin 4 ár og hefur Dómstólasýslan samþykkt að lögmenn og aðilar megi nota lausnina til að senda öllum héraðsdómstólum á Íslandi gögn rafrænt.

„Framundan er mjög spennandi tími. Í lögmannsstörfum mínum kynntist ég vel umhverfi og áskorunum sem lögmenn þurfa að takast á við vegna pappírsendinga og tímafresta. Í dag er mikið magn gagna sem eru aðeins til á rafrænu formi og í sumum tilfellum er ekki hægt að prenta út skjölin ef þau innihalda t.d. rafrænar undirskriftir. Með innleiðingu eIDAS reglugarðarinnar í íslensk lög eru allar nauðsynlegar forsendur komnar til þess að geta ýtt af stað miklum framförum á umhverfi lögmanna og starfsfólki dómstóla,“ segir Margrét Anna Einarsdóttir, stofnandi og forstjóri Justikal.

„Við gætum ekki verið ánægðari með fjárfesti þar sem Eyrir er ESG sjóður og leggur mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð og að stuðla að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Nú þegar deilum við mörgum sterkum gildum þar sem markmið Justikal er einmitt að gera málsmeðferð fyrir dómstólum hraðari, gagnsærri og öruggari. Stofnendur Justikal telja að þeir geti lækkað málskostnað aðila og í kjölfarið gert dómstóla aðgengilegri fyrir tekjulægri aðila. Sparnaður fyrir samfélagið með notkun lausnar Justikal getur verið gríðarlegur eða u.þ.b. 3,3 milljarðar á ári fyrir íslenskt samfélag,“ segir Margrét Anna ennfremur.

Justikal hefur hlotið styrki frá Tækniþróunarsjóði sem hefur gert félaginu kleift að ná þeim stað sem lausnin er á í dag. Á næstu mánuðum mun félagið ráða fólk í hugbúnaðarþróun, sölu- og markaðsstarf. Undirbúningur fyrir þennan tímapunkt hefur átt sér góðan aðdraganda og gera má ráð fyrir að fyrirtækið muni vaxa hratt alþjóðlega á stuttum tíma.

„Eyrir Vöxtur fjárfestir í fyrirtækjum sem eru tilbúin til að taka hröð vaxtarskref á alþjóðamörkuðum. Justikal fellur vel að áherslum sjóðsins og við hlökkum til þess að starfa með þessu frábæra teymi og erum spennt fyrir að taka þátt í að koma lausn Justikal inn á alþjóðamarkað,“ segir Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Eyris Vaxtar.

„Reynsla LOGOS af notkun lausnar Justikal hefur verið mjög jákvæð og er það mat okkar að hún geti sparað tíma og auðveldað störf lögmanna,“ segir Heiðar Ásberg Atlason, eigandi og hæstaréttarlögmaður LOGOS.

Lausnin er aðgengileg frá justikal.com og er nýr valkostur sem stendur aðilum til boða til að senda gögn rafrænt til dómstólanna. Aðilar geta prófað lausnina endurgjaldslaust til áramóta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega