fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Eyjan

Gefa lítið fyrir „hótanir“ Ásgeirs og munu ekki taka þeim þegjandi og hljóðalaust

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 4. ágúst 2022 16:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, sendi verkalýðshreyfingunni í landinu kaldar kveðjur í gær er hann boðaði að Seðlabankinn muni bregðast við ef komandi kjarasamningar reynist óraunhæfir og kyndi undir verðbólgu.

Töldu margir þarna á ferðinni beinar hótanir til verkalýðshreyfingarinnar um að draga úr kröfum sínum fyrir viðræðurnar í haust.

Ásgeir sagði það hlutverk Seðlabankans að halda verðlagi stöðugu, sama hvernig kjarasamningar fari, og bankinn geti ekki tryggt kaupmátt launa sem byggist á óraunhæfum forsendum – nema eð miklum vaxtahækkunum.

Drífa Snædal, formaður Alþýðusambands Íslands, brást strax í gær við ummælum Seðlabankastjóra og sagði að hótanir í aðdraganda kjarasamninga muni ekkert gera til að auðvelda viðræðurnar. Furðaði hún sig á því að sama stef virðist ávallt koma frá Seðlabankanum þegar komi að kjarasamningum.  Ekki sé efnahagsástandið vinnandi fólki að kenna heldur hafi stjórnvöld gert hagstjórnarmistök þegar gripið var til vaxtalækkana á sínum tíma án þess að grípa samhliða til annarra aðgerða. Þar með hafi verð verið spennt upp og komið venjulegu fólki í koll.

Almenningur látinn taka skellinn á meðan fjármagnseigendur auðgast

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, ræddi við Bítið á Bylgjunni á morgun og tók, líkt og Drífa, fram að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Seðlabankinn sendi verkalýðshreyfingunni svona kveðjur í aðdraganda kjarasamninga.

„Þetta gerðist meðal annars í aðdraganda síðustu og þar síðustu kjarasamninga líka, að Seðlabankinn fór að vera með undirliggjandi hótanir um það að ef við gerum einhverja tilraun til að bæta hér kjör vinnandi fólks of mikið þá muni okkur verða refsað grimmilega fyrir.“ 

Ragnar Þór segir að allt rökhugsandi og réttsýnt fólki sjái í gegnum þetta útspil Seðlabankastjóra og öllum hljóti að vera ljóst að Seðlabankinn standi ekki vörð um hag almennings heldur um hag fjármagnseigenda í landinu.

Ekki hafi Ásgeir sent viðlíka hótanir til fjármagnseigenda og stórfyrirtækja sem hafi verið að greiða út ofur-arð á árinu, eða fett fingur út í feita-starfslokasamninga sem fyrirtækin hafi verið að gera, og ekki gert athugasemd að því ástandi sem nú ríkir, þar sem stýrisvextir hafa hækkað um fjögur prósent á tiltölulega skömmum tíma hafi fjármagnseigendur samhliða stórgrætt. Ávallt þurfi það að vera hamsturinn sem hleypur hjólið áfram, vinnandi fólkið í landinu, sem þurfi að taka skellinn og sem er látið bera ábyrgð á stöðunni og sagt að sætta sig við verri kjör, á meðan arðgreiðslur á árinu stefni í að vera um 200 milljarðar.

Samherji hafi til að mynda nýlega hagnast um fjárhæð sem nemur margföldum fyrsta vinning í EuroJackpot.

Munu ekki taka þessu þegjandi og hljóðalaust

Hækkanir á stýrisvöxtum muni ekki verða neitt mótvægi við innfluttu verðbólguna sem starfar af vöruskorti og öðru sem rekja megi til COVID-faraldursins og innrásarinnar í Úkraínu.

Ragnar nefnir í dæmaskyni nýlegar fréttir um ráðningarkjör bæjar- og sveitarstjóra á landinu. Ekki hafi Seðlabankastjóri gert athugasemdir við það.

Ljóst sé að næstu kjarasamningar verði „seinasta vígi launafólks til að spyrna við þessu siðleysi sem á sér stað í þessu samfélagi.“

„Ef Seðlabankastjóri og stjórnvöld halda í eina mínútu að verkalýðshreyfingin muni taka þessu bara öllu saman þegjandi og hljóðalaust þá er það mikill misskilningur.“ 

Ragnar Þór vill ekki koma með neinar yfirlýsingar um möguleika á verkföllum en segir að heimilin á landinu séu farin að finna fyrir skellinum af efnahagsástandinu og fólk sé tilbúið fyrir átök.

Fóðra ginið á fjármálahýenunum

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, er á sama máli og Ragnar. Hann ritar í grein sem hann birti hjá Vísi í dag að Seðlabankinn hafi nú enn og aftur hótað launafólki illilega vegna komandi kjarasamninga.

„Það er svo sorglegt að sjá og verða vitni að varðmennskunni enn og aftur í kringum fjármálaelítuna og Seðlabankann er vílar ekki fyrir sér að kasta launafólki, almenningi og heimilunum eins og hverju öðru fóðri í ginið á fjármálahýenunum með því að hækka vexti viðstöðulaust.“ 

Vilhjálmur segir að við gerð lífskjarasamninganna 2019 hafi allt verið gert rétt og allir sammála um að samningurinn myndi tryggja stöðugleika næstu fjögur árin. Enginn hafi getað séð fyrir Covid eða stríðið í Úkraínu.

„En núna á enn og aftur að skella allri ábyrgðinni á launafólk og heimili.“ 

Nú sé allur ávinningurinn af samningunum horfinn í vaxta- og verðhækkanir.

„Það blasir við að vaxtahækkanir Seðlabankans gera ekkert annað en að fóðra hýenur fjármálaelítunnar eins og enginn sé morgundagurinn enda nam t.d. hagnaður viðskiptabankanna þriggja litlu minna en allar útflutningstekjur á þorskafurðum á síðasta ári.“ 

Greiðslubyrði heimilanna hafi hækkað gífurlega undanfarna mánuði og ofan á það bætist aðrar kostnaðarhækkanir svo sem þær sem hafa orðið á matarverði, bensíni, fasteignagjöldum, opinberri þjónustu og annarri þjónustu sem er heimilunum nauðsynleg.

„Þetta verður alls ekki látið átölulaust í komandi kjarasamningum enda gera vaxtahækkanir ekkert annað en að soga fjármuni frá almenningi og heimilum niður í holræsi fjármálakerfisins eða með öðrum orðum færa fé frá skuldsettum almenningi og heimilum til fjármálaelítunnar og þeirra ríku!“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug hjólar í borgarstjórn – „Þetta er alvarlegt mál og hefur bein áhrif á lífsgæði fólks í borginni“

Áslaug hjólar í borgarstjórn – „Þetta er alvarlegt mál og hefur bein áhrif á lífsgæði fólks í borginni“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halldór Benjamín vill að ríkið haldi sig frá kjaraviðræðum þar til á lokasprettinum

Halldór Benjamín vill að ríkið haldi sig frá kjaraviðræðum þar til á lokasprettinum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Húsleit á heimil Donald Trump – „Árás af þessu tagi á sér aðeins stað í eyðilögðum þriðja heims ríkjum“

Húsleit á heimil Donald Trump – „Árás af þessu tagi á sér aðeins stað í eyðilögðum þriðja heims ríkjum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óbærileg spenna á Ólympíumótinu

Óbærileg spenna á Ólympíumótinu