fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
EyjanFastir pennar

Birgir Dýrfjörð skýtur föstum skotum að formanni SÁÁ – ,,Mögulegt fjársvikamál“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 19. júní 2022 16:30

Birgir Dýrfjörð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Opið bréf til Önnu Hildar, formanns SÁÁ.

Anna Hildur, ég efast ekki andartak um góðan ásetning þinn og löngun þína og vilja til að vinna SÁÁ allt það gott, sem þú mátt, og óska þér velfarnaðar í því.

Mér er líka fullkomlega ljóst, að þú átt engan hlut að því soramáli sem er að skaða samtök okkar í dag. Takist okkur ekki að vinna okkur út úr því þá endar sjúkrahúsið Vogur með öllu sem því fylgir sem ríkisstofnun. Sumir vilja það.  Þeir eiga sér þann draum að vera ríkisstarfsmenn.

Viðtalið.

Ég  hlustaði á viðtal þitt Anna við Sigmund Erni, í Fréttatíma Hringbrautarinnar 15. Jún. sl.

Sigmundur sagði: „Það hafa verið nokkrar deilur undanfarið í SÁÁ, um hvað er deilt“?

Þú svaraðir ekki að bragði, horfðir á hann og sagðir svo lágum rómi, „ ég bara veit það ekki, það hefur verið einhver smá órói, ég átta mig ekki á hvaðan hann kemur.“

Við þetta svar hugsaði ég, er hún að reyna að gera lítið úr þeim, sem,  hafa deilt á forustu SÁÁ, eða veit hún ekki um þann vanda, sem starfsfólk og stjórn hafa komið SÁÁ í.  Hvorugt er gott.

Ef það er rétt Anna Hildur, að þér sé ekki kunnugt af hverju ég og fjöldi annarra félaga í SÁÁ erum með „óróa“  þá vil ég gjarnan skýra fyrir þér af hverju sá órói stafar.

Þar er fyrst til að taka að opinberir aðilar telja að reikningar, sem ráða greiðslum til SÁÁ séu að miklu leiti tilhæfulausir og því metnir saknæmir.

Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari hefur fengið málið í hendur.

Það merkir, Anna Hildur, að málið er metið sem mögulegt fjársvikamál.

Af hverju fjársvikamál?

Fyrir liggur. Að samkvæmt samningi um hjúkrunarviðtöl í síma var fallist á að þau tækju eina klukkustund, og greitt fyrir þau samkvæmt því.

Við athugun kom í ljós að ráðgjafi hafði einn daginn bókað 40 klukkustunda viðtöl, og SÁÁ tekið greiðslur samkvæmt því.

Embætti landlæknis, (eftirleiðis merkt EL) hafði vísað til strangra skilyrða um framkvæmd slíkrar fjarþjónustu við sjúklinga. M.a. þau að einungis löggildir heilbrigðisstarfsmenn mega framkvæma þau og færa í sjúkraskrá viðkomandi sjúklings.

Þessi krafa EL var ekki virt. Ráðgjafanemar  eru sagðir hafa hringt þessi  símtöl.

Löggiltir ráðgjafar færðu þau síðan í sjúkraskrá sem sín eigin verk.

Veistu það Anna Hildur, að undirmenn þínir, löggiltir ráðgjafar SÁÁ, skráðu 3.801 slíkt sjúkraviðtal, og færðu sem sitt verk í sjúkraská viðkomandi sjúklings.

Strangt til tekið er það fölsun á sjúkraskrám.

Fyrir þá „fölsun“ ráðgjafanna erum við í SÁÁ nú krafin um að skila illa fengnum 36 milljónum kr.

Þetta er ein af mörgum ástæðum fyrir því sem þú kallar „smá óróa“, sem þú getur ekki áttað þig á.

Því miður Anna Hildur þá eru ástæðurnar fyrir óróanum miklu fleiri og dýrari.

Ef þú leitar á skrifstofu þinni, þá ættirðu, að finna þar  plögg sem birt hafa verið opinberlega.

Þar ættirðu t.d. að sjá gögn viðkomandi endurgreiðslu á föstu mánaðargjaldi vegna samnings um Göngudeild og tilhæfulausrar lokunar fyrir staðþjónustu.  Í þeim gögnum krefst SI, að SÁÁ skili tæpum 30 milljónu af rannglega fengnu fé.

Þar áttu líka að geta fundið ýtarlega pappíra um unglingadeild SÁÁ.

Í þeim pappírum rökstyður kröfu sína um að  SÁÁ skili ranglega fengnum 108 milljónum.

Samtals eru kröfur SÍ um að SÁÁ skili samfélaginu 174 milljónum af illa fengnu fé.

Anna Hildur. Þetta eru meðal annars ástæðan fyrir því, sem þú kallaðir einhvern „smá óróa sem þú áttar þig ekki á hvaðan kemur“.  Vonandi skilurðu núna af hverju órói minn og annarra stafar.

Ásetningur ekki grandaleysi.

Það er þó enn alvarlegra að mínum dómi, að málin og málavextir í þessum svindlaramálum höfðu verið kynnt bréflega fyrir  SÁÁ 29.des. 2021.

Framkvæmdastjórn og síðar um 50 manna aðalstjórn höfðu því alla málavexti í höndum

þegar þau lýstu fullu trausti á starfsfólk og stjórnendur SÁÁ, og þökkuðu þeim frábær störf!!

Sú samþykkt var því ekki grandaleysi. Hún var einbeittur ásetningur til að styðja og fela svindlið.

Í tilkynningu frá SÁÁ voru sagðir 50 manns á fundinum, sem sagt full mæting allra í stjórninni.

Nú ber við að sumir segja, ég var ekki á fundinum. Kannski er mætingin á fundinn líka skálduð?

Getur stjórn og það starfsfólk, sem þarna stóð að verki, ætlast til, að við félagar í SÁÁ treystum því aftur fyrir fjárhag og rekstri samtakanna, og starfsstöðva þeirra. Forðast ekki brennt barn eldinn?

Sjá ekki þau, sem bera þarna mesta ábyrgð, að nærvera þeirra við stjórn og störf SÁÁ mun rýra traust, og velvild almennings, sem er afar dýrmætur þáttur í tilveru samtakanna?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vandinn við að hafa ekki prinsipp

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vandinn við að hafa ekki prinsipp
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Kakalaskáli

Óttar Guðmundsson skrifar: Kakalaskáli
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fjörutíu og tvö prósent

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fjörutíu og tvö prósent
EyjanFastir pennar
14.03.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: VG nýtti síðasta sóknarfærið

Þorsteinn Pálsson skrifar: VG nýtti síðasta sóknarfærið
EyjanFastir pennar
10.03.2024

Björn Jón skrifar: Laugavegurinn — in memoriam

Björn Jón skrifar: Laugavegurinn — in memoriam
EyjanFastir pennar
07.03.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Líkur á eins máls kosningum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Líkur á eins máls kosningum
EyjanFastir pennar
03.03.2024

Björn Jón skrifar: Tilbrigði við fegurð

Björn Jón skrifar: Tilbrigði við fegurð