fbpx
Laugardagur 17.apríl 2021
Eyjan

40 milljóna króna sparnaður Alþingis vegna utanlandsferða

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. mars 2021 09:00

Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því í mars á síðasta ári hafa þingmenn ekki farið í neinar utanlandsferðir vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Með þessu hafa rúmlega 40 milljónir króna sparast. Óvíst er hvenær þingmenn og starfsmenn þingsins geta byrjað að ferðast til útlanda á nýjan leik.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag.  Haft er eftir Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis, að alþjóðasamstarf þjóðþinga fari nú allt fram í gegnum fjarfundabúnað og ekki sé vitað hvenær staðfundir alþjóðlegra þingmannasamtaka hefjist að nýju. Þróun heimsfaraldursins, framgangur bólusetninga og fleira ráði því.

Í mars á síðasta ári ákvað forsætisnefnd þingsins að fella niður vinnutengdar ferðir þingmanna og starfsfólks frá og með 17. mars út vorþingið. Ferðum á þingmannafundi og ráðstefnur var í raun sjálfhætt því allt færðist þetta yfir á rafrænt form að frumkvæði skipuleggjenda.

Morgunblaðið segir að samkvæmt upplýsingum frá Rögnu hafi ferðakostnaður, ferðir og dagpeningar, þingmanna 2020 verið tæplega 10,7 milljónir en 2019 var hann tæplega 51,9 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ræða Þorbjargar á Alþingi vekur athygli og furðu – Hvatti fólk til að „ferðast í svefnherberginu“ og eignast börn

Ræða Þorbjargar á Alþingi vekur athygli og furðu – Hvatti fólk til að „ferðast í svefnherberginu“ og eignast börn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Yfirgefur borgarstjórn og tekur við sem framkvæmdastjóri

Yfirgefur borgarstjórn og tekur við sem framkvæmdastjóri
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þingmaður Miðflokks líkir ríkisstjórnarsamstarfinu við faraldurinn – „Dettur mér helst í hug svartur strútur“

Þingmaður Miðflokks líkir ríkisstjórnarsamstarfinu við faraldurinn – „Dettur mér helst í hug svartur strútur“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hildur vill opna eina sundlaug í Reykjavík fyrir bólusetta eldri borgara – „Tímabært að huga að opnara og frjálsara samfélagi“

Hildur vill opna eina sundlaug í Reykjavík fyrir bólusetta eldri borgara – „Tímabært að huga að opnara og frjálsara samfélagi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karen Kjartansdóttir hætt hjá Samfylkingunni – „Takk elsku Karen fyrir allt“ 

Karen Kjartansdóttir hætt hjá Samfylkingunni – „Takk elsku Karen fyrir allt“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Velferðarnefnd fékk gögn varðandi sóttkvíarhótelmálið afhent – Engin lögfræðileg greining

Velferðarnefnd fékk gögn varðandi sóttkvíarhótelmálið afhent – Engin lögfræðileg greining