fbpx
Fimmtudagur 27.janúar 2022
Eyjan

Uppbygging Fannborgar hefst á næsta ári – „Ætli það sé ekki ofurtrú Sjálfstæðisflokksins á einkaframtakinu?“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. október 2021 09:00

Fannborg 2. Mynd:Kópavogur.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær samþykkti meirihluti bæjarráðs Kópavogs samkomulag við Árkór um umdeilda uppbyggingu á Fannborgarreit. Pétur H. Sigurðsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir mistök að ekki var hlustað á íbúa á svæðinu.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að samkomulagið við Árkór feli í sér að fyrirtækið byggi allt að 270 íbúðir á Fannborgarreitnum en fyrirtækið keypti byggingar í eigu bæjarins á honum. Að auki má fyrirtækið byggja atvinnuhúsnæði á reitnum.  Í heildina bætast um 200 íbúðir og atvinnuhúsnæði við á reitnum og mega byggingarnar vera allt að tólf hæðir.

„Það er auðvitað óheppilegt að vera að skipuleggja miðbæ í beinni andstöðu við langflesta íbúa miðbæjarins,“ hefur Fréttablaðið eftir Pétri H. Sigurðssyni, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar.

Eigendur núverandi fasteigna hafa mótmælt þessum áformum harðlega af margvíslegum ástæðum og segir Pétur það sýna að samningurinn og verkefnið sé misráðið því íbúarnir séu mjög óánægðir með þetta.

Í samkomulaginu er kveðið á um að framkvæmdir hefjist á síðari hluta næsta árs og að þeim ljúki fyrir árslok 2025. Þar sem um „gríðarlega umfangsmikið þéttingarverkefni“ sé að ræða verði tímaáætlanir að standast og samskiptin við þá sem fyrir eru verða að vera góð. Einnig er kveðið á um að takmarka skuli ónæði og tilkynna um sprengingar og fleyganir með góðum fyrirvara.

Kópavogsbær fær kauprétt að allt að 4,5% íbúðanna og að minnsta kosti 15 til 20% íbúðanna verða ætlaðar þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Minnst 5% íbúða verða að uppfylla skilyrði um hlutdeildarlán.

Fréttablaðið hefur eftir Pétri að salan til Árkórs hafi verið mistök. „Kópavogsbær hafði alla þræði í hendi sér til að skipuleggja og byggja upp miðbæinn sjálfur,“ sagði hann og sagðist ekki vita hvað meirihlutanum gangi til með þessu. „Ætli það sé ekki ofurtrú Sjálfstæðisflokksins á einkaframtakinu?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Biden íhugar að senda mörg þúsund hermenn til Evrópu

Biden íhugar að senda mörg þúsund hermenn til Evrópu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Flytja bandaríska sendiráðsstarfsmenn frá Úkraínu vegna ótta við innrás Rússa

Flytja bandaríska sendiráðsstarfsmenn frá Úkraínu vegna ótta við innrás Rússa
Eyjan
Fyrir 4 dögum

SÞ segja að Íranar smygli vopnum til uppreisnarmanna í Jemen

SÞ segja að Íranar smygli vopnum til uppreisnarmanna í Jemen
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Björn Ingi harðorður í Silfrinu – „Guð forði okkur svo frá því að það komi ný afbrigði um páskana“

Björn Ingi harðorður í Silfrinu – „Guð forði okkur svo frá því að það komi ný afbrigði um páskana“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólöf segir börnin fært mestu fórnirnar í Covid faraldrinum þó sjúkdómurinn bíti minnst á þeim

Ólöf segir börnin fært mestu fórnirnar í Covid faraldrinum þó sjúkdómurinn bíti minnst á þeim
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skortur á orku yfirvofandi hér á landi

Skortur á orku yfirvofandi hér á landi