fbpx
Föstudagur 18.júní 2021
Eyjan

Aukinn stuðningur við sjálfstæði Skotlands

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. október 2020 16:35

Skoski fáninn blaktir við hlið þess breska. Mynd: EPA/ANDY RAIN

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar, sem Ipsos Mori gerði, þá telja 58% Skota að landið eigi að segja skilið við Bretland og verða sjálfstætt ríki. 42% telja að landið eigi áfram að vera hluti af Bretlandi.

Könnunin var gerð 2. til 9. október og byggir á svörum 1.045 manns, eldri en 16 ára.

Emily Gray, forstjóri Ipsos Mori í Skotlandi, sagði að niðurstöðurnar muni blása vindi í segl þjóðernissinna en stuðningsmenn áframhaldandi veru Skotlands í Bretlandi fagni ekki.

Skotar kusu um sjálfstæði 2014. Þá vildu 45% sjálfstæði en 55% töldu hagsmunum landsins best borgið í sameinuðu konungsríki með Englandi, Wales og Norður-Írlandi.

Ein stærstu rök nei-sinna þá voru að Skotar myndu missa aðild sína að ESB ef landið væri ekki lengur hluti af Bretlandi en nú hafa Bretar sagt skilið við ESB og það hefur væntanlega áhrif á afstöðu margra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Benjamín segir Stefán Einar stunda móðgunarferðamennsku – „Mjög illa dulið skilningsleysi“

Benjamín segir Stefán Einar stunda móðgunarferðamennsku – „Mjög illa dulið skilningsleysi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja Katrínu hafa vitað um hegðun Kolbeins fyrir ári síðan – Skjáskot af samskiptum í dreifingu daginn sem hann hætti

Segja Katrínu hafa vitað um hegðun Kolbeins fyrir ári síðan – Skjáskot af samskiptum í dreifingu daginn sem hann hætti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stella segir að konur þurfi að hugsa vel um afleiðingar gjörða sinna

Stella segir að konur þurfi að hugsa vel um afleiðingar gjörða sinna
Eyjan
Fyrir 1 viku

FA segir að tækifæri til útvíkkaðrar fríverslunar með búvörur við Bretland hafi glatast

FA segir að tækifæri til útvíkkaðrar fríverslunar með búvörur við Bretland hafi glatast